Matvæli sem róa magann

Egg, bananar, eldað grænmeti og sætar kartöflur eru góð matvæli …
Egg, bananar, eldað grænmeti og sætar kartöflur eru góð matvæli fyrir meltinguna. Samsett mynd

Er maginn í hnút? Hvort sem þú ert með meltingarsjúkdóm, magakveisu eða fékkst þér bara of mikið að drekka í gær þá er mikilvægt að espa ekki upp magann sem er nú þegar í slæmu ástandi.

Hér eru nokkur matvæli sem hjálpa til að koma ró á meltinguna.

Hvít hrísgrjón

Auðvelt er að melta hrísgrjón þar sem þau eru trefjalítil en á móti kolvetnisrík. Hvít hrísgrjón eru sérstaklega góð til að vinna bug á ógleði. Berðu þau fram með einföldu próteini, líkt og kjúklingi. Ef þér finnst það of þung máltið getur þú soðið hrísgrjónin í beinaseyði til að fá prótín með.

AFP

Bananar

Auðvelt er að melta banana vegna þess hve mjúk áferð þeirra er. Uppleysanlegar trefjarnar hjálpa einnig til við að þykkja upp magainnihaldið og er það sérstaklega gott ef þú ert með magakveisu sem gerir þig að fastagesti á salerninu. Hins vegar eru bananar ekki sérstaklega girnilegir þegar þér er óglatt.

Kombucha

Eins mikið og þig langar að drekka engiferöl þegar þér er illt í maganum, þá er kombucha betri kostur fyrir þig. Sérstaklega vegna þess að það inniheldur mun minni sykur en engiferölið. Mikið af kombucha bragðast svipað og engiferöl auk þess sem það inniheldur góðgerla, sem geta stuðlað að heilbrigðri þarmaflóru og dregið þannig úr bólgum.

Grískt jógúrt

Grískt jógúrt getur haft róandi áhrif á magann, að því gefnu að þú sért ekki með laktósa- eða mjólkuróþol. Grísk jógúrt inniheldur einnig góðgerla sem hafa góð áhrif á þarmaflóruna. Best er að borða hreina gríska jógúrt en ef þú vilt bæta við granóla eða álíka er það í góðu lagi. Forðastu bara að bæta of miklu við jógúrtið.

Piparmyntute

Te hefur yfirhöfuð róandi áhrif á magann en piparmyntute er sérstaklega gott þar sem það getur hjálpað til með meltinguna. Prófaðu íste ef þér er óglatt. Passaðu þig bara að drekka það án sætuefna, þar sem getur gert illt verra.

Saltkex

Saltkex er kannski ekki það næringarríkasta sem til er en það inniheldur nánast engar trefjar, fitu eða sykur. Því er auðvelt að melta það, sérstaklega ef maginn er viðkvæmur.

Unplash/Monika Grabkows

Sætar kartöflur

Sætar kartöflur eru ríkar af sterkju og kolvetnum sem auðvelt er að melta. Auk þess eru þær kalíumríkar sem eru mikilvægar til þess að ná upp rafsaltsmagni líkamans, sem minnkar oft þegar um magakveisu er að ræða.

Engifer

Hvort sem engiferið er í teformi eða sem hreinir bitar er það talið hjálpa til við að minnka ógleði og draga úr magakrömpum. Engifer getur einnig dregið úr meltingartruflunum, vindgangi og útþenslu.

Eldað grænmeti

Með því að elda grænmetið verður auðveldara að melta það. Forðastu samt grænmeti af krossblómaætt, líkt og hvítkál, blómkál og rósakál, þar sem það getur verið erfitt að melta það. Best er að léttsjóða grænmetið og strá svo salti yfir.

Brauð

Ein af ástæðunum fyrir því að þú sækist í kolvetni daginn eftir mikla drykkju er einföld. Einföld og auðmeltanleg kolvetni, sem finnast meðal annars í brauði, geta róað magann. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafragrautur

Hafragrautur er frábær uppspretta uppleysanlegra trefja. Því er hann mjög góður ef þér finnst eins og annar matur renni beint í gegnum þig. Passaðu þig að hafa hann einfaldan og án allra íburðamikilla aukaefna.

Egg

Egg eru góður prótíngjafi og auk þess auðmeltanleg. Eggjarauðan inniheldur líka góða fitu sem er góð fyrir meltinguna. Eldaðu eggin eins og þér finnst best. Mælt er þó með því að elda eggjarauðuna í gegn þar sem ónæmiskerfið er eflaust ekki upp á sitt besta.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka