Svona geymast eggjahvítur og eggjarauður best

Eggjarauður og eggjahvítur má geyma í einhvern tíma og nýta …
Eggjarauður og eggjahvítur má geyma í einhvern tíma og nýta síðar. Unsplash/Alice Pasqual

Oft hefur verið rætt um hvernig best er sé að geyma egg, hvort það er í ísskáp eða við stofuhita. Skiptar skoðanir eru á því en egg geymast allra lengst í ísskáp í lokuðum eggjabakka, lögð með mjóa endann niður. Þá geymast þau í þrjár til fjórar vikur. Aftur á móti er gott að taka þau út fyrir bakstur og suðu og geyma við stofuhita og ná þeim í stofuhita fyrir notkun. Til að mynda springur egg sem kemur beint úr ísskáp frekar við suðu heldur en egg við stofuhita.

Minna hefur verið rætt um hvernig á að geyma eggjahvítur og eggjarauður. Stundum þegar við erum að baka eða matreiða þurfum við annaðhvort bara eggjarauður eða eggjahvítur. Til að mynda þegar við erum að baka marengs, nýtum við einungis eggjahvíturnar. Þá er gott að vita hversu lengi við getum geymt eggjarauðurnar til að nýta í annað og koma í veg fyrir matarsóun.

Eggjahvítur geymast í lokuðu íláti í ísskáp í tíu daga. Frysta má eggjahvítur í allt að mánuð.

Eggjarauður geymast í lokuðu íláti í þrjá daga. Vert er að setja dálítið vatn yfir svo ekki komi skán efst. Eggjarauður má ekki frysta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka