Sjöfn Þórðardóttir |
Í kvöld verður fyrri undankeppnin í Eurovision og það kallar á partírétt til að njóta meðan horft er á skjáinn. Kaldar rjómaostadýfur njóta mikilla vinsælda og hér er ein ómótstæðilega girnileg úr smiðju okkar ástsælu Berglindar Hreiðars matarbloggara hjá Gotterí og gersemar. Hér er á ferðinni taco-ídýfa sem er fullkomin á partíborð kvöldsins og tekur ekki langan tíma að framreiða.
Þessi er líka matarmeiri en margar því hún er með hakki sem hentar svo vel þegar boðið er upp á hana á kvöldmatartíma en fyrri undankeppnin í Eurovision í kvöld hefst klukkan 19.00. Ídýfan er toppuð með grænmeti og osti og magnið getur farið eftir smekk hvers og eins. Hver og einn getur útbúið ídýfuna eftir sínu nefi og sett sitt fingrafar á herlegheitin.
Taco ídýfa
Aðferð: