Morgungrautur sem virkar eins og eftirmatur á hóteli

Prófaðu að skreyta morgungrautinn með banana, bláberjum, jarðarberjum og heimagerðu …
Prófaðu að skreyta morgungrautinn með banana, bláberjum, jarðarberjum og heimagerðu granóla. Unsplash/Vicky Ng

Veistu ekki hvað þú átt að fá þér í morgunmat? Ef þig vantar hugmyndir og finnst hindber góð þá gæti þessi morgunverður verið eitthvað fyrir þig. Prófaðu að nota þessa uppskrift sem grunn og setja svo heimagert granóla frá Lindu Ben. út á. Þá verður morgunmaturinn alveg eins og þú sért á hóteli á erlendri grundu þar sem ólíkar bragðtegundir mætast á hlaðborði. 

Morgungrautur fyrir einn! 

  • 1 ferskur eða frosinn banani
  • 1 tsk. hnetusmjör 
  • 50 g frosin hindber
  • 150 ml möndlumjólk 

Aðferð: 

  1. Allt sett í blandara og þeytt saman. 
  2. Skreyttu með berjum og heimagerðu granóla frá Lindu Ben. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka