Litríkir Eurovision-réttir Evu Maríu

Eva María Hall­gríms­dótt­ir, mat­gæðing­ur, ástríðubak­ari og eig­andi Sætra synda, er mik­ill aðdá­andi Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar og held­ur í þá hefð að halda Eurovisi­on-partí á úr­slita­kvöld­inu. Eva elsk­ar að töfra fram sæl­kerakræs­ing­ar fyr­ir fjöl­skyldu og vini og fagn­ar hverju tæki­færi sem hún fær til þess. 

Þegar kem­ur að því að halda Eurovi­son-partí leika kræs­ing­arn­ar stórt hlut­verk því mat­ur er manns­ins meg­in eins og mál­tækið seg­ir. Lík­legt er að hald­in verði nokk­ur sæl­kerapartí meðan á keppn­inni stend­ur.

„Við fjöl­skyld­an erum yf­ir­leitt með Eurovisi­on-partí á aðal­kvöld­inu með vin­um okk­ar og það verður eng­in breyt­ing á því í ár. Verður teiti heima hjá okk­ur á laug­ar­dag þar sem við fáum vini í heim­sókn og húll­um­hæ,“ seg­ir Eva María.

Hrif­in af smá­rétt­um

Aðspurð seg­ir Eva María að hefðin sé að halda teiti en ekki séu fast­ar hefðir með mat­inn. „Við erum ekki með neina siði eða hefðir í tengsl­um við Eurovisi­on en þetta árið ætla ég ein­mitt að vera með skemmti­lega par­tírétti eins og þessa sem ég ætla að deila með ykk­ur. Full­komið að vera með svona tap­as-smá­rétti og þægi­legt að njóta þeirra yfir sjón­varp­inu. Ég er mjög hrif­in að því að vera með alls kon­ar smá­rétti en þá er eitt­hvað fyr­ir alla og veislu­borðið verður svo lit­ríkt og fal­legt.“

Fyr­ir áhuga­sama þá er hægt að fylgj­ast með mat­ar­ástríðu Evu Maríu á in­sta­gramsíðu henn­ar @evam­ari­a­sa­et­ar. Að sjálf­sögðu bak­ar Eva María líka fyr­ir Eurovisi­on og þessa dag­ana hjá Sæt­um synd­um er hægt að fá sér­stak­ar Eurovi­son-kök­ur og veislu­bakka alla vik­una með ís­lensku þema.

Litríkir Eurovision-réttir Evu Maríu

Vista Prenta

Stökk­ir buffalóvæng­ir með gráðaostssósu

  • 1 pk. kjúk­linga­væng­ir
  • 5 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. salt

Aðferð:

  1. Byrjið á að þerra væng­ina og taka þá í tvennt (skera milli liða).
  2. Setjið svo í skál og setjið lyfti­duft og salt yfir þá og rúllið þeim vel upp úr því.
  3. Leyfið að standa svo í skál­inni á meðan þið und­ir­búið sós­una.

Hot sósa

  • 5 msk. ís­lenskt smjör
  • lít­il flaska af Franks Red­Hot Wings-buffalósósu (155 g)
  • 1 msk. púður­syk­ur
  • ½ tsk. salt

Aðferð

  1. Setjið öll hrá­efn­in í sós­una í pott og bræðið sam­an á meðal­hita þar til púður­syk­ur­inn hef­ur leyst upp.
  2. Þá er sós­an klár. 

Gráðaostssósa

  • 2 msk. gráðaost­ur
  • 2 msk. maj­ónes
  • 1 msk. hvít­vín­se­dik
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð

  1. Stappið gráðost­inn niður og blandið öll­um hinum hrá­efn­un­um sam­an í skál­ina og hrærið þar til sós­an er slétt og fín.
  2. Ef hún er of þykk er gott að þynna hana aðeins með mjólk.
  3. Setjið inn í kæli á meðan þið eldið væng­ina.

Eld­un á vængj­um

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Setjið ofn­grind ofan á ofn­plötu, penslið grind­ina sem smá olíu.
  3. Raðið vængj­un­um á ofn­grind­ina og bakið í ofn­in­um í um það bil 30 mín­út­ur þangað til þeir eru orðnir gulln­ir og stökk­ir. Gott að snúa þeim við nokkr­um sinn­um meðan á bakstri stend­ur. Takið væng­ina svo úr ofn­in­um, hellið volgri hot-sós­unni yfir þá og berið fram með gráðaostssósu.
  4. Líka til­valið að hafa sell­e­rí með þessu til hliðar.
Stökkir buffalóvængir með gráðaostssósu.
Stökk­ir buffalóvæng­ir með gráðaostssósu.
Prenta

Blin­is með chili­mæjó og stökkri hrá­skinku (prosciutto) og blin­is með graflaxi

  • Fis­herm­an-blini
  • graflax
  • graflaxsósa
  • dill
  • chili­mæjó
  • hrá­skinka
  • kletta­sal­at

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn í 160°C.
  2. Byrjið á að setja hrá­skink­una á ofn­bakka og inn í heit­an ofn í 12 mín­út­ur til að ná henni stökkri.
  3. Fyr­ir graflaxblin­is setjið þið fyrst graflaxsósu á bliniið, svo væna sneið af graflaxi og þá ferskt dill. Fyr­ir hrá­skinku­blini setjið þið chili­mæjó á bliniið, svo ristaða hrá­skinku og toppið svo með fersku kletta­sal­ati.
Blinis með graflaxi.
Blin­is með graflaxi.
Prenta

Hrá­skinka í par­t­í­bún­ingi

  • hrá­skinka
  • kirsu­berjatóm­at­ar
  • mozzar­ella­kúl­ur
  • furu­hnet­ur
  • kletta­sal­at
  • trufflu­olía
  • sjáv­ar­salt eft­ir smekk

Aðferð

  1. Byrjið á að rista furu­hnet­urn­ar á pönnu á væg­um hita.
  2. Náið ykk­ur svo í fal­legt fat og leggið fyrst niður skink­una, svo fal­lega skorna tóm­ata og þá mozzar­ella­ost­inn.
  3. Svo ristaðar furu­hnet­ur og kletta­sal­at.
  4. Toppið svo með trufflu­olíu og smá sjáv­ar­salti.
Hráskinka í Blinis með graflaxi partíbúningi.
Hrá­skinka í Blin­is með graflaxi par­t­í­bún­ingi.
Prenta

Pítsu­vefj­ur

  • 1 pk. til­búið pítsu­deig að eig­in vali
  • 1 pk. Phila­delp­hia-rjóma­ost­ur
  • 1 pk. skinka
  • 1 pk. rif­inn ost­ur
  • 1 pk. pepp­eroni

Aðferð

  1. Byrjið á því að fletja pítsu­deigið út og smyrja það með rjóma­osti (gott er að hita rjóma­ost­inn í smá stund, 30 sek­únd­ur í ör­bylgju, svo það sé þægi­legra að dreifa úr hon­um).
  2. Setjið því næst allt áleggið sem þið ætlið að hafa.
  3. Rúllið deig­inu upp í rúllu. Setjið rúll­una í kæli í 30 til 60 mín­út­ur (má vera leng­ur), þá er þægi­legra að skera hana niður. Hitið ofn­inn í 180°C á meðan rúll­an er í kæli.
  4. Eft­ir kæl­ingu skerið þá rúll­una í sneiðar og raðið fal­lega í eld­fast mót. Setjið inn í heit­an ofan í 25-30 mín­út­ur eða þar til snúðarn­ir/​vefj­urn­ar eru orðnar stökk­ar að ofan og smá gull­in­brún­ar.
Stökkir buffalóvængir með gráðaostssósu.
Stökk­ir buffalóvæng­ir með gráðaostssósu.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert