Sunneva Einarsdóttir er ekki einungis einn vinsælasti áhrifavaldur landsins heldur er hún líka mikill matgæðingur og þykir gaman að stússast í eldhúsinu. Sunneva hugar vel að heilsunni og leggur áherslu á að borða næringarríkan mat, en hún deildi nýverið uppskrift af sínum uppáhaldsmorgunmat.
Að sögn Sunnevu er rétturinn í senn fljótlegur, hollur og mjög bragðgóður. Hráefnin eru einföld og aðferðin enn einfaldari. Þar að auki er rétturinn stútfullur af góðu próteini úr eggjunum og kotasælunni, hollri fitu úr avókadóinu og með grænmeti.
Uppáhaldsmorgunmatur Sunnevu Einars
Hráefni
- Grænmeti að eigin vali (Sunneva notar sveppi, tómata og lauk)
- 3 egg
- Krydd (Sunneva notar chili og pipar)
- 100g kotasæla
- 1/2 avókadó
- Siracha-sósa
Aðferð:
- Byrjaðu á því að steikja grænmetið þitt. Sunneva notar það grænmeti sem hún á í ísskápnum, en í þetta sinn notaði hún sveppi, tómata og lauk.
- Bættu eggjunum út á pönnuna. Sunneva notar eitt heilt egg og tvær eggjahvítur en bendir fólki á að fjöldi eggja fari eftir smekk.
- Eldið eggin á miðlungshita og bætið við kryddi. Sunneva notar chilli og pipar.
- Þegar eggin eru tilbúin, færðu þau yfir á disk og bættu við kotasælu og avókadó.
- Toppaðu réttinn með Siracha-sósu.