Landsliðskokkurinn Ísak Aron Jóhannsson er mikill Eurovison-aðdáandi og veit fátt skemmtilegra en að vera boðinn í Eurovision-partí enda vinsæll gestur þar sem hann kemur alltaf með veitingar í partíið.
„Ég hef alltaf verið mikill Eurovision-aðdáandi eftir að ég sá Sylvíu Nótt og Lordi frá Finnlandi sem sigraði keppnina það ár, svo að sjálfsögðu horfi ég á í ár,“ segir Ísak. Aðspurður segist Ísak alltaf fá einhvern úr fjölskyldunni eða úr vinahópnum til að bjóða sér í Eurovision-partí. „Það er auðvelt að fá boð því ég kem alltaf með veitingarnar,“ segir Ísak og hlær.
Elskar að grilla snemma sumars
Ísak er búinn að ákveða matseðilinn fyrir laugardagskvöldið og er farinn að hlakka til að útbúa kræsingarnar. „Ég ætla að bjóða upp á lambagrillspjót með chimichurri, mér finnst æði að deila mat saman og elska að grilla snemma sumars svo þetta er alveg tilvalið fyrir laugardagskvöldið.“ Uppáhaldspartírétturinn Ísaks er samt eðla en við ákveðin tilefni finnst honum skemmtilegra að vera með eitthvað matarkyns. „Fyrir mér er eðal meira svona spilakvöld réttur, Eurovisionsöngvakeppnin býður upp á meira er stuð og stemningu svo þá er málið að grilla.“
Ísak deilir hér með lesendum uppskriftinni af sínum grillrétti í ár sem á pottþétt eftir að slá í gegn í partíinu. Hér er á ferðinni uppskrift að lambagrillspjóti með dýrðlegri chimichurri sósu þar sem brögðin fá að njóta sín til fulls.
Lambagrillspjót gljáð með teriyaki ásamt chimichurri
Aðferð:
Chimichurri
Aðferð: