Ómótstæðilega ljúffengir smáréttir í partíið

Þórunn Högna fagurkeri og stílisti veit fátt skemmtilegra en að …
Þórunn Högna fagurkeri og stílisti veit fátt skemmtilegra en að bjóða fólkinu sínu heim í sælkerakræsingar. Í kvöld ætlar hún að bjóða upp á heita og kalda smárétti og toppa boðið með sætri fallegri köku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórunn Högna fagurkeri og stílisti veit fátt skemmtilegra en að galdra fram sælkerarveislur sem gleðja bæði auga og munn. Þegar Þórunn heldur býður til veislu þá hugsar hún fyrir hverju smáatriði, veitingarnar þurfa að fanga augað og kitla bragðlaukana og umgjörðin skiptir sköpun. 

Þórunn ætlar að fylgjast með Eurovision-söngvakeppninni í kvöld og bjóða sælkerapartí í kvöld og njóta með sínu fólki.

„Við horfum alltaf á Eurovision-söngvakeppnina. En það er auðvitað aðeins önnur stemning þegar við erum ekki með í keppninni en við gerum okkur samt glaðan dag. Það hefur verið hefð hjá okkur fjölskyldunni að hittast og borða og horfa á keppnina saman. Mér finnst alltaf gaman að bjóða fólkinu mínu heim. Ég spyr svo síðan alla hvað hver og einn vill og geri síðan nokkra rétti svona til að þóknast öllum. En mér finnst líka gaman að prófa nýja smárétti en fer samt ekkiof langt út fyrir þægindarammann, þekki mitt fólk,“ segir Þórunn.

 Nýjasta uppáhaldið

Aðspurð segist Þórunn ætla að að vera með allskonar rétti í kvöld bæði heita og kalda. Þórunn ætlar að bjóða upp nýju uppáhalds réttina sína í bland við aðra klassíska. „Nýja uppáhaldi mitt er Bríó ostabrauðið með hunangi og pekanhnetum. Síðan slá pylsurnar alltaf í gegn hjá öllum sem eru klassísk. Mér finnst líka alveg nauðsynlegt að hafa eitthvað smá sætt líka. Þar sem flestir eru mjög hrifnir af hnetusmjöri var alveg tilvalið að gera hnetusmjörspinnana. Falleg kaka er líka alveg nauðsynlegá mínu borði,“ segir Þórunn.

Þórunn sviptir hér hulunni af nokkrum uppskriftum af sælkeraréttum kvöldsins sem munu prýða hátíðarborðið hennar með öllu tilheyrandi. 

Sælkera mini naan brauð

  • 6-8 Mini naan brauð
  • 1 pk. hráskinka að eigin vali
  • 1 pk. sterkur ostur að eigin vali
  • Trufflu majónes (sjá uppskrift hér fyrir neðan)

Aðferð.

  1. Smyrjið Naan brauð með smá majónesi.
  2. Setjið hráskinku ofan á.
  3. Bætið loks ostinum yfir. 

Trufflumajónes.

  • 4 msk.majónes
  • 1 rif hvítlaukur, rifið niður
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Truffluolía eftir smekk
  • Smá sítrónusafi úr ferskri sítrónu

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í skál og hrærið vel saman.
  2. Geymið í kæli fyrir notkun.

Bríó ostabrauð með eplum, hunangi og pekanhnetum

  • 1 stk. Brio bun samlokubrauð (fæst í Sandholt bakaríi)
  • 2 stk .bríó ostar
  • 1 poki pekanhnetur
  • Hunang eftir smekk 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C.
  2. Smyrjið brauðsneiðar með smjöri og steikið á pönnu við vægan hita.
  3. Skerið niður ost og epli og raðið á brauðið.
  4. Setjið í inn í ofn og látið ostinn bráðna.
  5. Þegar osturinn er bráðinn takið út og stráið hunangi og pekanhnetum stráð yfir. 

Pylsuspjót með cheddar ostasósu

  • 1 p pylsur
  • 1 stk.pistadeig að eigin vali.

Aðferð:

  1. Fletjið pitsadeigið út og skerið í strimla.
  2. Vefjið utan um pylsurnar.
  3. Steikið á pönnu eða grillið á grilli. 

Cheddar ostasósa

  • 1 poki rifinn cheddarostur
  • ½ dl mjólk
  • 1 msk. smjör
  • Cayenne pipar eftir smekk
  • Dijon sinnep eftir smekk 

Aðferð:

  1. Setjið í pott mjólk, smjör og cheddarost og bræðið
  2. Bætið við sinnepi og cayenne pipar og smakkið til.

Hnetusmjörs súkkulaði bananapinnar

  • 2 stk.bananar(skornir í tvennt og síðan aftur þvert á)
  • Pinnar
  • 2 dl hnetusmjör að eigin vali
  • 50 g súkkulaði að eigin vali
  • Salthnetur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera bananana í tvennt og síðan þvert á.
  2. Stingið pinnum í bananabitana og frystið í 2-3 klukkutíma.
  3. Hitið hnetusmjör og súkkulaði.
  4. Eftir búið að er að frysta bananabitana dýfið þá bananapinnum í hnetusmjörið og leggið á bakka.
  5. Setjið súkkulaði yfir og skreytið með salthnetum.
Skemmtileg útfærsla á mini naanbrauðunum með hráskinkunni.
Skemmtileg útfærsla á mini naanbrauðunum með hráskinkunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Brió ostabrauðið er freistandi og sáraeinfalt að framreiða. Gleður bragðlaukana …
Brió ostabrauðið er freistandi og sáraeinfalt að framreiða. Gleður bragðlaukana og er saðsamt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Grilluðu pylsurnar njóta mikillar hylli fjölskyldumeðlima og svo ber Þórunn …
Grilluðu pylsurnar njóta mikillar hylli fjölskyldumeðlima og svo ber Þórunn alla réttina svo fallega fram. Borðbúnaðinn fékk Þórunn hjá lífsstílsversluninni Magnolia. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Syndsamlega gott trufflu majónes sem bragð er af. Ljúft að …
Syndsamlega gott trufflu majónes sem bragð er af. Ljúft að dýfa mini naan brauðunum hér ofan í. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ómótstæðilega girnilegir bananapinnarnir hennar Þórunnar.
Ómótstæðilega girnilegir bananapinnarnir hennar Þórunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þórunni finnst nauðsnynlegt að hafa fallega köku á partíborðinu og …
Þórunni finnst nauðsnynlegt að hafa fallega köku á partíborðinu og hér er hún með fallega bleika köku frá Sætum Syndum skreyta í anda Eurovision-söngvakeppninnar. Eggert Jóhannesson
Falleg og stílhrein umgjörð á partíborðinu hennar Þórunnar, þar sem …
Falleg og stílhrein umgjörð á partíborðinu hennar Þórunnar, þar sem svart og hvít þema er ríkjandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka