Sjöfn Þórðardóttir |
Fram kemur á heimasíðu Alberts Eiríkssonar matarbloggara og sælkera, Albert eldar, að uppáhaldssalatið á heimili hans og Bergþórs Pálssonar söngvara sé afar hollt spergilkáls- og eplasalat. „Við borðum ýmist salatið sem sér rétt eða sem meðlæti. Eins og margoft hefur komið fram er æskilegt að borða meira af grænmeti – heldur meira í dag en í gær. Þetta er hollt, alveg meinhollt. Spergilkál er trefjaríkt, inniheldur fáar hitaeiningar og er ríkt af vítamínum og steinefnum,“ segir Albert. Við fengum að deila þessari girnilegu uppskrift frá Alberti og það tekur skamma stund að galdra fram salatið en vert er að láta það bíða í kæli í þrjár til fjórar klukkustundir fyrir notkun. Þetta salat passar vel með grillmatnum í sumar, engin spurning um annað.
Spergilkáls- og eplasalat
Dressing
Aðferð:
1. Setjið spergilkál, gulrætur, lauk, epli og hnetur í skál.
2. Blandið saman majónesi, jógúrt, sítrónusafa, hunangi, salti og pipar.
3. Blandið öllu saman og látið standa í 3-4 klukkustundir áður en þetta er borið fram.