Þetta er kakan sem Kristrún bauð Frederiksen upp á

Kristrún Frostadóttir og Mette Frederiksen hittust í gær og borðuðu …
Kristrún Frostadóttir og Mette Frederiksen hittust í gær og borðuðu saman köku. Ljósmynd/Samsett

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fundaði í gær með stallsyst­ur sinni Mette Frederik­sen, sem er for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur og formaður Jafnaðarflokks­ins á Frök­en Reykja­vík. Staður­inn er staðsett­ur á Hót­el Reykja­vík Sögu sem opnaði ný­lega.  Frederik­sen er stödd hér­lend­is vegna leiðtoga­fund­ar Evr­ópuráðsins. Til þess að gera fund þeirra ennþá eft­ir­minni­legri bauð Kristrún Frederik­sen upp á rauðar rósa­kök­ur úr súkkulaðimús. 

Rauð rós er alþjóðlegt tákn jafnaðarfólks og hef­ur lengi verið merki Jafnaðarflokks­ins í Dan­mörku en ný­lega tók Sam­fylk­ing­in einnig upp rauða rós sem merki. Það má því segja að valið á veit­ing­um hafi verið þrungið merk­ingu hjá þess­um ungu for­ystu­kon­um, Kristrúnu og Frederik­sen. 

„Sósí­al­demó­krat­ar mega aldrei fest­ast í því að vera and­stöðuflokk­ar. Mette líst vel á upp­legg okk­ar í Sam­fylk­ing­unni um að end­ur­heimta traust með því að fara aft­ur í kjarn­ann og leggja of­urá­herslu á kjör, efna­hag og vel­ferð venju­legs fólks. En það útheimt­ir aga — og Mette gaf mér ýmis góð ráð um það hvernig á að halda sjó með sína stefnu,“ skrif­ar Kristrún á Face­book-síðu sína. Kristrún eignaðist dótt­ur í fe­brú­ar og er nú kom­in aft­ur til starfa full af krafti og orku.

Það fór vel á með þeim á meðan þær borðuðu …
Það fór vel á með þeim á meðan þær borðuðu kök­una.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert