Unaðsleg ribeye-steik á grillið

Umi ribeye steikin er unaðslega góð og það gefur henni …
Umi ribeye steikin er unaðslega góð og það gefur henni einstaklega ljúft og gott bragð að láta hana hvíla á ferskum kryddjurtum eftir grillun. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sumarið er tíminn fyrir grillveislur og margir byrjaðir að njóta þess að grilla kræsingar. Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari og einn eiganda Sælkerabúðarinnar veit fátt skemmtilegra en að grilla fyrir fjölskyldu og vini.

Viktor á marga uppáhaldsgrillrétti en það er ein tegund af steik sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. Þetta er umi ribeye-nautasteik frá Úrúgvæ og er sérstaða hennar sú að dýrið er alið á korni í 200 daga fyrir slátrun. „Steikin er unaðslega ljúffeng, meyr og silkimjúk undir tönn. Það er svo gaman að bjóða upp á svona ljúfmeti þar sem bragðið fær að njóta sín alla leið,“ segir Viktor.

Grilluðu grænmetisspjót með grillosti

Með steikinni býður Viktor upp á sælkerameðlæti sem erfitt er að standast. Grilluð grænmetisspjót með bráðnuðum grillosti, toppuð með chimichurri og bakaðar hasselback-kartöflur með smjöri. Til hliðar er Viktor gjarnan með bernaise-sósuna frá Sælkerabúðinni og grillað kál með fetaostakremi og sólþurrkuðum tómötum. Viktor sviptir hér hulunni af uppskriftunum að sínum uppáhaldsgrillréttum þessa dagana, sem eiga eftir töfra gestina í næstu grillveislu upp úr skónum.

Umi ribeye-steik

  • 300 g Umi nauta ribeye frá Úrúgvæ (alið á korni í 200 daga fyrir slátrun)
  • Ólífuolía eftir smekk
  • Salt eftir smekk
  • Ferskar kryddjurtir að eigin vali

Aðferð:

1. Best er að hita grillið mjög vel.

2. Látið steikina standa í stofuhita 1-2 klukkustundir fyrir grillun.

3. Penslið með smá ólífuolíu.

4. Kryddið með salti og lokið steikinni á grillinu í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið.

5. Lækkið hitann og takið af þegar kjarnhitinn hefur náð 48°C.

6. Látið steikina hvíla. Gott er að láta steikina hvíla á ferskum kryddjurtum.

Grænmetisgrillspjót með
grillosti og chimichurri-sósu

  • 1 pk. sveppir
  • 2-3 paprikur
  • 2-3 brokkolí
  • 2-3 laukar
  • 1 stk. grillostur að eigin vali
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Raðið grænmetinu og grillostinum eftir hentisemi á grillspjót.

2. Penslið spjótin með ólífuolíu, jafnvel dassi af hvítlauksolíu.

3. Kryddið með salti og pipar og grillið á heitu grillinu þar til grænmetið hefur eldast.

4. Dressið grillspjótin með chimichurri-kryddjurtasósu og berið fram.

Hasselback-kartöflur

  • Bökunarkartöflur (1 stk. á mann)
  • Ólífuolía
  • Gróft salt
  • Ferskt blóðberg eða timjan
  • Smjör (skorið í kubba)
  • Hvítlaukssmjör ef vill

Aðferð:

1. Byrjið á því að hita ofninn í 170-180°C.

2. Skerið með beittum og þunnum hníf niður í sirka hálfa kartöfluna, línur yfir hana alla með sirka 1 mm millibili.

3. Veltið kartöflunum upp úr olíu og kryddið til með grófu salti.

4. Raðið á bakka með jöfnu millibili.

5. Setjið smjörkubb og blóðberg og/eða timjan ofan á hverja og eina kartöflu.

6. Bakið við 170-180°C hita í 50-60 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar og orðnar stökkar að ofan.

Chimichurri

  • 1 búnt steinselja
  • 1 búnt kóríander
  • 400-500 ml ólífuolía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • Sítrónusafi og zest af einni sítrónu
  • 2-5 stk. fínt saxað chili eftir smekk
  • 1 msk. gróft salt

1. Blandið saman öllu grænmetinu og maukið vel saman.

2. Bragðbætið með grófu salti eftir smekk.

Þessar dásamlegu hasselback kartöflur gleðja alla sælkera og bráðið smjörið …
Þessar dásamlegu hasselback kartöflur gleðja alla sælkera og bráðið smjörið gerir þær svo góðar. mbl.is/Arnþór Birkisson
Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari nýtur þess að grilla sælkerasteikur sem …
Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari nýtur þess að grilla sælkerasteikur sem gera matarupplifunina ómótstæðilega. Ljósmynd/Sara Andrea
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert