Eggaldin er afar ljúffengt og gott en það er nauðsynlegt að elda það rétt. Eggaldin eitt og sér er frekar bragðlaust og óspennandi. Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deilir hér uppskrift að bökuðu eggaldini sem er gott eitt og sér en líka sem meðlæti. Kristjana rekur uppskriftavefinn jana.is en þar er að finna gott úrval af heilsuréttum.
Miso gljáð eggaldin
- 1 stórt eggaldin
- 2 msk. ólífuolía til að pensla eggaldinið með
- 4 msk. ólífuolía
- 3 msk. hrísgrjónaedik
- 1 msk. sojasósa
- 1 msk. hlynsíróp
- 1 tsk. sesamolía
- 2 vorlaukar
- 1 msk. sesamfræ
- 1/4 rauð paprika
- kóríander eftir smekk
- sítrónusalt eftir smekk.
Aðferð
- Hitið ofninn í 190°.
- Skerið eggaldin í um það bil eins sentimetra þykkar sneiðar.
- Setjið bökunarpappír á ofnplötu og raðið eggaldininu á plötuna.
- Penslið hverja sneið af eggaldini með ólífuolíu.
- Stráið sítrónusalti yfir.
- Bakið í 20 mínútur.
- Á meðan er ólífuolíu, miso-mauki, hrísgrjónaediki, sojasósu, hlynsírópi og sesamolíu hrært saman í skál.
- Þegar eggaldinið er búið að bakast í 20 mínútur inni í ofni skaltu taka það út úr ofninum og snúa því við og pensla með miso-leginum yfir hverja sneið.
- Láttu það bakast í um fimm mínútur í viðbót inni í ofni og gættu þess að eggaldinið brenni ekki.
- Skerðu vorlauk, papriku og kóríander smátt.
- Þegar eggaldinsneiðarnar eru orðnar vel bakaðar taktu þær út úr ofninum og settu á disk. Skreyttu þær með papriku, kóríander og vorlauk og heltu meira af miso-leginum yfir.
- Ef það er afgangur af miso-leginum settu hann þá í sérskál til að hafa með ef einhver vill meira.