Matarbúr Kaju lokar á Akranesi

Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, hefur ákveðið að loka …
Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, hefur ákveðið að loka versluninni Matarbúr Kaju en Karen er frumkvöðull á sínu sviði og hefur meðal annars selt lífrænt vottaðar matvörur eftir vigt og í smásölupakkningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kar­en Jóns­dótt­ir, alla jafna kölluð Kaja, hef­ur ákveðið að loka versl­un­inni Mat­ar­búr Kaju, á Still­holti 23 á Akra­nesi, þann 1. sept­em­ber næst­kom­andi. Seg­ir hún ákvörðun­ina ráðast af því að ekki sé nægi­leg eft­ir­spurn eft­ir slíkri þjón­ustu á Akra­nesi en versl­un­in ein­blín­ir á sölu líf­rænn­ar mat­vöru.

Kaja sjálf ætl­ar að snúa sér meira að fram­leiðslunni sjálfri og heild­söl­unni en vör­ur henn­ar eru seld­ar í fjölda versl­ana um land allt. „Ég er hrika­lega svekkt að þurfa að loka eft­ir að hafa staðið í þessu í tæp níu ár, en þar sem versl­un­in stend­ur ekki und­ir starfs­manni þá neyðist ég til að loka þar sem mín­um kröft­um er bet­ur varið en að standa í versl­un­ar­rekstri á Akra­nesi.  Síðastliðin þrjú ár hafa verið stremb­in og er efna­hags­ástandið nú gjör­sam­lega að ganga frá litla mann­in­um sem sést best á því að marg­ar sér­versl­an­ir eru að loka,“ seg­ir Kaja og bæt­ir við að hún hafi reynt allt sem hún gat til að koma í veg fyr­ir þessa ákvörðun.

Snýr sér að fram­leiðslunni af full­um krafti

Aðspurð um hvort þreif­ing­ar séu á mál­um fyr­ir­hugaðrar jurtamjólk­ur­verk­smiðju seg­ir Kaja að viðræður séu í gangi við fjár­festa en ekk­ert sé þó fast í hendi. „Ég er að breyta rekstri Kaju og snúa mér enn frek­ar að fram­leiðslunni und­ir vörumerk­inu Kaja og svo heild­söl­unni. Jafn­framt er ég að vinna að und­ir­bún­ingi á jurtamjólk­ur­verk­smiðju en til að gera það að veru­leika þá þarf ég að ná góðum fjár­festa eða fjár­fest­um. Ég hef haft reynslu­mikla þunga­vigt­ar­menn með mér í þessu verk­efni svo ég hef fulla trú á að við klár­um þetta. En Páll Kr. Páls­son ráðgjafi hef­ur séð um fjár­mála­hliðina og Þór­ar­inn Eg­ill Sveins­son mjólk­ur­verk­fræðing­ur hef­ur aðstoðað mig með sam­setn­ingu á vél­búnaðinum ásamt tækniliði Mec í Kína. Svo það er nóg að gera hjá mér,“ seg­ir Kaja og ætl­ar að ein­beita sér af því sem skipt­ir máli fyr­ir hana sem er fram­leiðslan á henn­ar vör­um. Fram að lok­un verða ýms­ar vör­ur á af­slætti í versl­un­inni, nú fyrst te og sult­ur.

Töfrarnir hennar Kaju hafa fengið að njóta sín á Stillholti …
Töfr­arn­ir henn­ar Kaju hafa fengið að njóta sín á Still­holti á Akra­nesi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Hér má sjá brot af vörum búðarinnar sem Kaja hefur …
Hér má sjá brot af vör­um búðar­inn­ar sem Kaja hef­ur selt eftr vigt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg



mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert