Á Michelin-stjörnu veitingastaðnum Aroma endurspeglast hin ómissandi Rómarmatseðill með klassískum ítölskum réttum á fallegri útiverönd sem býður upp á óviðjafnanlegt útsýni yfir Colosseum hringleikahúsið. Colosseum er stærsta hringleikahúsið sem byggt var í Rómaveldi. Gat það upprunalega tekið við 50.000 manns í sæti og var notað fyrir bardaga skylmingaþræla og annarra svipaðra skemmtana. Á síðari tímum er byggingin orðin eins konar tákn fyrir borgina og hið forna Rómaveldi.
Aroma veitingastaðurinn er staðsettur á lúxushótelinu Palazzo Manfredi. Veitingastaðurinn er niðurkominn á virkilega fallegri þakverönd og er klárlega á listanum yfir bestu þakveitingastaðina sem Rómarborg hefur upp á að bjóða. Af þakinu eru veitingahúsgestir í yndislegri nærmynd við Colosseum og sögustaði Rómar. Opna eldhúsið er það fyrsta sem gestir sjá og upplifa þegar þeir koma á þennan yndislega veitingastað sem státar af útsýni yfir Rómarborg og er sannarlega eftirminnileg sjón.
Veitingastaðurinn er 28 sæta og er í senn innilegur og glæsilegur, tilvalinn fyrir allt frá rómantískum kvöldverði og flest önnur tilefni. Aroma býður upp á frábæran sælkeramat, bæði la carte matseðil eða smakk matseðil með möguleika á að vínþjónn velji hið fullkomna vín fyrir hvern rétt. Panta þarf borð á veitingastaðnum en þar er líka bar og setustofa til að heimsækja ef þú vilt bara gæða þér á kampavínsglasi eða kokteil. Innréttingin á þakveröndinni minnir helst á klassískan þakgarð og hann er opinn allt árið um kring þökk sé útdraganlegu þaki og glergluggum. Aroma er eftirminnilegur veitingastaður með virkilega glæsilegu útsýni, spennandi matseðli og flottri þjónustu.