Helmingur hækkaði verðið

Hamborgari og franskar.
Hamborgari og franskar. mbl.is/

Fimm af tíu ham­borg­ara­stöðum sem Morg­un­blaðið kannaði verð hjá hafa hækkað verðið síðustu þrjá mánuði.

Um miðjan fe­brú­ar var birt óform­leg könn­un í blaðinu sem leiddi í ljós að al­gengt verð á ham­borg­ara­máltíð á veit­inga­stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu var í kring­um þrjú þúsund krón­ur. Síðan þá hef­ur verðið verið hækkað á helm­ingi staðanna og mesta hækk­un­in nem­ur 12,4%.

Kannað var verð hjá tíu veit­inga­stöðum sem sér­hæfa sig í ham­borg­ur­um og bjóða upp á að gest­ir geti sest niður og notið mat­ar­ins. Flest­ir eru með fulla þjón­ustu. Sjopp­ur og staðir sem leggja mesta áherslu á að fólk taki mat­inn með sér heim voru ekki tek­in til greina. Leit­ast var við að finna ein­föld­ustu leiðina að því að fá ost­borg­ara, fransk­ar og kók. Auk þess er mjög auðvelt að finna mun dýr­ari ham­borg­ara­máltíðir á um­rædd­um stöðum ef fólk kýs annað en hefðbund­inn ost­borg­ara.

Kort/​mbl.is

Þeir fimm staðir sem hækkað hafa verðið eru American Style, Craft Burger Kitchen, Ham­borg­ara­búll­an, Plan B Smass­burger og Tasty þar sem verðið hafði hækkað mest, um 12,4%. Næst­mesta hækk­un­in var hjá Plan B, 8,4%. At­hygli vek­ur að Ham­borg­ara­búll­an hef­ur frá því í fe­brú­ar hækkað verðið í tvígang. Nú um mánaðamót­in var það hækkað um 100 krón­ur.

Ham­borg­arafa­brikk­an býður áfram dýr­ustu máltíðina, 3.468 krón­ur, en ódýr­asta máltíðin fæst hjá Dirty Burger & ribs, 2.090 krón­ur. Sú máltíð er næst­um því þris­var sinn­um ódýr­ari en dýr­asta ham­borg­ara­máltíð lands­ins. Hana er að finna á Kast­rup við Hverf­is­götu og kost­ar 5.890 krón­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert