Veitingastaðurinn Katz's Delicatessen í New York borg er frægi staðurinn í hinni goðsagnakenndu rómantísku gamanmynd „When Harry met Sally“ þar sem hin geðþekka leikkona Meg Ryan gerir sér upp fullnægingu á svo eftirminnilega hátt. Þar situr hún andspænis stórleikaranum Billy Crystal í þessu stórfræga atriði sem vakti gríðarlega mikla athygli á sínum tíma og gerði myndina stórfræga. Eftir að Meg Ryan hafði lokið sér af með sínum mögnuðu leiktilburðum þá segir einn viðskiptavinurinn í myndinni, „I'll have what she's having“ eða í lauslegri þýðingu, „ég ætla að fá það sem hún pantaði sér.“ Þarna fæst eitt besta pastrami í heimi.
Katz´s deli á sér langa sögu og var orðinn löngu þekktur fyrir kvikmyndina „When Harry met Sally.“ Fyrir flesta New York-búa þýðir deli pastrami og pastrami þýðir Katz. Hin fræga sælkeraverslun og veitingastaður Katz’s Delicatessen opnaði dyrnar sínar árið 1888 og er þekktur sem elsti matsölustaðurinn í New York borg og að öllum líkindum einn frægasti matsölustaðurinn í Bandaríkjunum.
Veitingastaðurinn hefur verið sóttur af fjölda frægðarmanna og stjórnmálamanna í gegnum tíðina og auðvitað af heimamönnum. Í dag er Katz's Delicatessen ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn sem heimsækja New York borg og mikil upplifun enda staðurinn með eindæmum vinsæll, maturinn góður og staðurinn þétt setinn alla daga og auðvelt fyrir gesti staðarins að upplifa ákveðna stórborgarmenningu. Staðurinn er þekktur fyrir sínar meistaralegu og girnilegu samlokur sem fáir aðrir veitingastaðir komast með tærnar þar sem Katz´s deli hefur hælana. Einkennissamloka staðarins er rúgbrauð með þykku lagi af Katz's pastrami sem er toppað með sterkri papriku, Dijon sinnepi og skvettu af gooey hvítlauks confit og síðan þakið gömlum provolone osti.
Pastrami er mjög kryddað reykt nautakjöt sem er sérstaklega unnið úr bringu nautsins og eru samlokunnar á Katz hverrar krónu virði fyrir þá sem eru samlokuunnendur.
Hér má sjá hina frægu senu í kvikmyndinni When Harry meet Sally: