Hagkaup opnar glæsilega veisluþjónustu

Hagkaup kynnir til leiks glæsilega veisluþjónustu sem er kærkomin við …
Hagkaup kynnir til leiks glæsilega veisluþjónustu sem er kærkomin við þá þjónustu og matarflóru sem er í boði fyrir viðskiptavini Hagkaupa. Ljósmynd/Hagkaup

Veisluréttir er ný þjónusta sem Hagkaup kynnir til leiks en um er að ræða nýja veisluþjónustu þar sem boðið er upp á bragðmikla og gómsæta veislurétti. Veislubakkar Veislurétta samanstanda af ljúffengum smábitum sem henta beint á veisluborðið. Er þetta kærkomin viðbót við flóruna sem Hagkaup býður viðskiptavinum sínum upp á.

„Undanfarna mánuði höfum við unnið hörðum höndum að því búa til glæsilega veisluþjónustu og kynnum með stolti Veislurétti Hagkaups. Við höfum framleitt smurbrauð, salöt, vefjur og sushi á hverjum degi í nokkur ár og við vildum bjóða okkar viðskiptavinum upp á þá nýjung að geta pantað þessar frábæru vörur í veislubökkum hjá okkur. Það var kveikjan að veisluþjónustunni sem við opnum í dag. Veislubakkarnir eru fjölbreyttir, gómsætir og á góðu verði sem skiptir okkur miklu máli. Við hugsuðum einnig mikið út í útlit bakkanna og öll smáatriði. Okkar hugmynd er sú að viðskiptavinurinn þurfi einfaldlega að leggja fallegan bakka á borðið og segja „gjörið þið svo vel“. Við erum spennt að fylgjast með þróun Veislurétta og hvernig þessi nýja viðbót okkar muni blómstra,“ segir Eva Laufey Kjaran markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups.

Í boði er úrval rétta fyrir hvaða tækifæri sem eru meðal annars: Gómsæt kjúklingaspjót, brakandi tempura rækjur, vorrúllur, vefjur og sætir bitar sem eru alltaf vinsælir, ásamt Origami sushi og smurbrauðs úrvali.

Hægt er að panta veisluréttina gengnum heimasíðu Hagkaupa þar sem bæði er boðið upp á að hægt sé að sækja veisluna í Hagkaup í Smáralind eða fá heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.

Boðið verður upp á fjölbreytta og gómsæta veislubakka.
Boðið verður upp á fjölbreytta og gómsæta veislubakka. Ljósmynd/Hagkaup
Fallegir og girnilegir bakkar með sætum bitum eru í boðið …
Fallegir og girnilegir bakkar með sætum bitum eru í boðið sem fanga bæði auga og munn. Ljósmynd/Hagkaup
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert