Girnilegar fylltar sætar kartöflur að hætti Helgu Möggu

Helga Magga býður hér upp á girnilegan rétt með fylltum …
Helga Magga býður hér upp á girnilegan rétt með fylltum sætum kartöflum þar sem kjúklingur leikur aðalhlutverkið. Samsett mynd

Þessi uppskrift er alveg dásamlega góð og næringarrík og kemur úr smiðju Helgu Möggu sem heldur úti uppskriftasíðunni Helga Magga. Þetta er fljótlegur matur fyrir utan biðtímann í ofninum en hann má nýta í eitthvað annað á meðan, til að mynda útbúa ljúffengt salat og leggja á borð. Hér er á ferðinni girnilegur réttur með fylltum sætum kartöflum þar sem kjúklingur i bbq-sósu leikur aðalhlutverkið.

Eins og Helga Magga nefnir þá er magnið á mann af þessum rétti mjög misjafnt og fer svolítið eftir stærð kartöflunnar. Ef þú ert með litlar kartöflur er alveg óhætt að gera ráð fyrir einni á mann en ef þú ert með stórar gæti helmingur dugað fyrir tvo, en þá er líka hægt að setja meiri kjúkling ofan á hvern kartöfluhelming ef hún er lengri. Upplagt er að útbúa ferskt salat eftir smekk til að bera fram með þessum rétti ef vill. Með þessum rétti fær Helga Magga sér Coke Zero en hver og einn velur fyrir sig hvað honum þykir best.

Fylltar sætar kartöflur

  • 2 sætar kartöflur
  • 2 kjúklingabringur
  • 80 - 100 g rifinn ostur
  • 100 g kotasæla maukuð
  • Barbeque-sósa eftir smekk

Krydd:

  • Salt
  • Pipar
  • Chilli
  • Hvítlaukskrydd

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C hita.
  2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt.
  3. Kryddið kjúklingabringurnar með kryddunum fjórum eftir smekk.
  4. Setjið smá af bbq-sósunni yfir bringurnar.
  5. Pakkið bringunum inn í bökunarpappír eins og pakka og hitið í ofni í um það bil 30 mínútur.
  6. Hitið sætu kartöflurnar á sama tíma í ofninum en þær þurfa lengri tíma, um það bil 40 til 50 mínútur. Stingið á þær með hníf til að kanna hvort þær eru tilbúnar. Hnífurinn rennur vel í gegn ef þær eru tilbúnar.
  7. Byrjið á því að skera kartöflurnar í tvennt og takið það mesta upp úr þeim.
  8. Blandið saman við maukaða kotasælu og kryddið með öllum kryddunum fjórum.
  9. Skerið kjúklinginn niður og setjið ofan á kartöflurnar ásamt rifnum osti.
  10. Hitið síðan í ofni þar til osturinn hefur bráðnað eða í um það bil tíu mínútur.
  11. Bætið ofan á kartöfluna meiri bbq-sósu og niðurskornum vorlauk.
  12. Berið fram á disk og skreytið með salati ef vill. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert