Æðisleg tortilla-pitsa á augabragði

Girnilegar þessar dásamlegu tortillapitsur.
Girnilegar þessar dásamlegu tortillapitsur. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hér hugmynd að ofur einföldum rétt sem tekur örskamma að galdra fram og hráefnalistinn er stuttur. Þetta eru BBQ pitsur úr tortillum sem koma úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og lífsstílsbloggara með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar. Hún er sniðugri en flestir þegar kemur að skyndilausnum fyrir kvöldmat sem tekur ekki langan tíma að elda. Svo er lítið mál að gera þessar tortillur að sínum og búa til sína eigin tortilla-pitsu með því sem þér þykir best.

BBQ tortilla-pitsa

  • 8 tortillur – Fyrir 4-6
  • 700 g kjúklingalundir
  • 8 mjúkar tortilla kökur
  • Heinz sweet bbq sósa eða önnur bbq sósa eftir smekk hvers og eins
  • 1 stk. rauðlaukur
  • Rifinn ostur
  • Kóríander
  • Olía til steikingar
  • Kjúklingakrydd eftir smekk

Aðferð:

  1. Steikið kjúklingalundirnar upp úr olíu og kryddið eftir smekk.
  2. Gott er að elda fyrst við háan hita þar til þær brúnast og síðan lækka hitann og leyfa þeim að klára að eldast þannig.
  3. Passið samt að elda ekki of lengi.
  4. Leyfið þeim síðan að hvíla á meðan annað er undirbúið.
  5. Hitið ofninn í 200°C og raðið tortillakökum á bökunarpappír í ofnskúffu/grind.
  6. Smyrjið um 3 matskeiðar af bbq sósu á hverja köku, skerið niður kjúklinginn og skiptið á milli ásamt niðurskornum lauk.
  7. Stráið osti yfir allt saman og bakið í 5-7 mínútur.
  8. Skreytið síðan með kóríander þegar úr ofninum er.
Þessar tortillapitsur tekur stutta stund að útbúa og hægt er …
Þessar tortillapitsur tekur stutta stund að útbúa og hægt er að leika sér með hráefnið eftir smekk hvers og eins. Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert