Hvað er betra en nýbakað, ylvoglt bananabrauð á sunnudegi? Klassíska bananabrauðið eins og amma bakaði stendur ávallt fyrir sínu og er langbest nýbakað, beint úr ofninum með smjöri. Um leið og ilmurinn berst úr eldhúsinu fer heimilisfólkið að streyma að og öllum langar að njóta. Við mælum með þessu ljúffenga bananabrauði og það er upplagt að bjóða sínum nánustu í sunnudagskaffi að njóta, hvort sem það er að degi til eða kvöldi. Hér er uppskrift að þessu klassíska bananabrauði sem steinliggur og gerir daginn betri. Einfaldleikinn er oft bestur. Hægt er að bæta við 1 dl af tröllahöfrum og minnka um 1 dl af hveiti í staðinn ef þið viljið auka hollustuna aðeins.
Bananabrauð að hætti ömmu
Aðferð: