Ess-a-Bagel er ein af, ef ekki þekktustu beyglubúllum í New York borg og ekki af ástæðulausu. Beyglurnar eru alltaf stórar, ferskar, dúnmjúkar og ljúffengar. Beyglurnar eru ótrúlega bragðgóðar, stökkar að utan, mjúkar að innan og ekki síður fyrir augað og eru sannarlega þess virði að prófa og ekki síður fyrir beyglu unnendur. Leyndarmálið um gæði beyglanna felst í handbragðinu og áratuga reynslu og þekkingu bakarana. „Ess-a-Bagel“ þýðir „Borðaðu beyglu“ á jiddísku og þýsku.
Ess-a-Bagel beyglu-búllan er alla jafna troðfull lungann af deginum, sérstaklega á morgnana og ekki síður á föstudögum og um helgar. Viðskiptavinir eru blanda af ferðamönnum sem hafa heyrt eða lesið sig til um staðinn og að þetta séu bestu beyglurnar í borginni. Heimamenn mæta jafnfætis til að keppast um hylli afgreiðslufólksins því að beyglurnar eru svo góðar. Beyglurnar eru margverlaunaðar fyrir gæði og bragð og hafa vakið þjóðarhylli.