Undursamleg bleikja með möndlum og kókos

Undursamleg bleikja með möndlum og kókos steinliggur á mánudagskvöldi.
Undursamleg bleikja með möndlum og kókos steinliggur á mánudagskvöldi. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Fátt er betra en að byrja nýja viku á góðum fiskrétti með sumarlegu ívafi. Hér er á ferðinni ótrúlega góð bleikja úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur heilsumarkþjálfa, sem alla jafna er kölluð Jana, sem steinliggur. Bleikja er með möndlum og kókos og gott er að bera hana fram með fersku salsa eftir smekk hvers og eins. Kirsuberjatómata- og nektarínusalsa passar líka vel með bleikjunni.

Hægt er að fylgjast með Jönu töfra fram hollar og góðar kræsingar á Instagram-síðu hennar @janast

Bleikja með möndlum og kókos

  • 600 g bleikjuflök
  • 70 g möndlur saxaðar
  • ½ msk. rifið engifer, 3 cm bútur
  • Safi og börkur af 1 sítrónu
  • 1/3 rauður chili saxaður fínt
  • 2 stk. vorlauk saxaður
  • 3 msk. akasíu hunang
  • 3 msk. ristuð sesamolía
  • 3 msk. blönduð sesamfræ (svört og hvít eða bara hvít)
  • 1 1/2 msk. tamari sósa
  • 1/3 bolli ristaðar kókosflögur
  • 1/3 bolli ólífuolía

Aðferð: 

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Setjið bleikjuflökin í eldfast mót.
  3. Öllu nema bleikjuflökunum blandað saman í skál og borið næst á bleikjuna.
  4. Látið þetta standa í um það bil 30 mínútur, setjið inn í ofn í 12-14 mínútur eða þar til allt er orðið vel gyllt á litinn og bleikjan elduð.
  5. Frábært að bera þetta fram með góðu og fersku salsa eins og til að mynda mangó- og agúrkusalsa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert