Í síðustu viku skoraði Helga Magga, næringarþjálfari og lögreglumaður, Önnu Margréti Káradóttur söng- og leikkonu og útvarpskonu, sem ávallt er kölluð Anna Magga, til að taka við keflinu af sér og ljóstra upp sínum uppáhaldsmorgunverði. Anna Magga tók vel í áskorunina og sviptir hér hulunni af sínum uppáhaldsmorgunverði sem er dýrindis beygla, sem hún segir að sé bæði góð sem morgunverður sem og hádegisverður.
Anna Magga er mörgum hæfileikum gædd, það er ekki nóg með að hún sé söng- og leikkona og útvarpskona heldur er hún líka aðstoðarforstöðukona í félagsmiðstöð. Hún er þekkt fyrir að vera mikill gleðigjafi og lífsglöð með eindæmum.
Borðar þú morgunverð?
„Já, ég borða alltaf morgunverð, ég er ein af þeim sem vakna svöng. En þar sem ég er meiri B manneskja heldur en A, þá er morgunverðurinn yfirleitt á hlaupum svo ég legg meira upp úr hádegismatnum. Ég er algjör matgæðingur og elska að nostra við matinn minn en svo fæ ég líka margar uppskriftir á heilann og geri þær aftur og aftur. Ég er líka mjög matsár, ef maturinn minn er ekki góður þá verð ég alveg agalega sár. Ég er sem sagt matsár matgæðingur,“ segir Anna Magga.
Ertu til í að ljóstra upp, uppskrift þínum uppáhalds morgunverði, graut eða þeyting þessa dagana?
„Ég ætla að deila með ykkur uppskrift sem ég hef bæði notað í morgunverð og hádegismat. Það er eiginlega dálítið skondið að Helga Magga hafi skorað á mig þar sem ég er búin að vera með uppskriftirnar hennar á heilanum eftir að ég fór að pæla í macros og uppskriftin kemur einmitt frá Helgu Möggu. Við erum að tala um prótein beyglur. Ég fæ bara ekki leið á þeim. Ég bý alltaf til stóra uppskrift, skipti deiginu í tvennt og geymi annan helminginn og geri oft pitsu úr sama deiginu um kvöldið, já eða bara aðra beyglu daginn eftir. Ég er grænmetisæta svo ég nýti hvert tækifæri til þess að boost-a prótein inntökuna, þess vegna elska ég þessar beyglur, þær eru einfaldar, bragðgóðar og næringarríkar. Algjört hnossgæti. Það er svo mjög mismunandi hvað ég set á beyglurnar, það getur verið allt frá rjómaosti og grænmeti yfir í einfaldleikann, smjör og ost.“ Anna Magga lumar á góðum ráðum varðandi beyglubaksturinn. „Ég geri alltaf þessa uppskrift og skipti deiginu í tvennt, geri eina stóra beyglu og baka oft pitsuu úr restinni um kvöldið.“
Skorar á Önnu Guðnýju
„Ég skora á Önnu Guðnýju Torfadóttur, heilsumarkþjálfa og jógakennara sem heldur úti miðlinum Heilsa og Vellíðan. Hún er alltaf að toppa sjálfan sig eldhúsinu svo ég hlakka til að sjá hvaða uppskrift hún lumar á handa okkur hinum,“ segir Anna Magga að lokum.
Uppáhalds beyglurnar hennar Önnu Möggu
Aðferð: