Kaja býður upp á vikumatseðilinn

Karen Jónsdóttir, að alla jafna kölluð Kaja, býður upp á …
Karen Jónsdóttir, að alla jafna kölluð Kaja, býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karen Jónsdóttir matgæðingur og frumkvöðull, alla jafna kölluð Kaja, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er guðdómlega freistandi og eru nokkrar uppskriftirnar úr hennar smiðju. Kaja á og rekur Matarbúr Kaju, Kaja Organic og Café Kaju og trúir því staðfastlega að við séum það sem við borðum og með þann boðskap stofnaði hún fyrirtækin sín sem hafa blómstrað á Skaganum undanfarin ár. Regla Kaju er einföld: Allar vörur eru lífrænar, umhverfisvænar og gæðin í hámarki.

„Hvað varðar matargerðina það vel ég helst lífrænt og vil gera matinn frá grunni. Ég er ekki mikið fyrir kjöt en fæ mér frekar fisk á diskinn minn og/eða gott salat og súpur eru í miklu uppáhaldi,“ segir Kaja og töfrar hér fram fyrir lesendur vikumatseðilinn sinn. Vert er að geta þess að Kaja framleiðir lífrænar súpur sem hún notar gjarnan í ýmsa rétti með dásamlegri útkomu eins og sést hér í uppskriftunum hennar.  

Mánudagur - Salat að hætti hússins

„Mér finnst gott að hefja vikuna á góðu og matarmiklu salati.“

Salat að hætti hússins

Fyr­ir 2 

  • Kaja falafelbollur eða Kaja fiskibollur
  • Lambhagasalat
  • 1-2 tómatar
  • 1 avókadó
  • ½ rauð paprika
  • 4-5 döðlur skornar í bita
  • 1 msk. graskersfræ
  • 1 tsk. svört sesamfræ
  • 100 g kínóa/hirsi/bókhveiti

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott ásamt salti og náið upp suðu, bætið korni í pottinn og sjóðið í um það bil 10-15 mínútur (fer eftir tegund af korni). Takið vatnið af, hellið smá ólífuolíu á, hrærið og látið kólna.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið bollur, takið af og látið kólna.
  3. Salatið er rifið niður. Tómatar, paprika og avókadó skorið í teninga. Allt sett saman í skál ásamt korni, bollum og döðlubitum, blandað vel saman.
  4. Setjið á disk og skreytið með graskersfræjum og sesamfræjum.
  5. Berið fram með góðri dressingu.
Girnilegt salatið hennar Kaju með falafel.
Girnilegt salatið hennar Kaju með falafel. Ljósmynd/Kaja

Þriðjudagur - Chili Con Carne

„Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili og bragðið er ómótstæðilega ljúffengt.“

Chili Con Carne

Fyrir 2

  • 300 g ungnauta¬hakk eða sojahakk
  • Kaja mexíkósúpa
  • Rifinn ostur að eigin vali
  • Sýrður rjómi eða sambærilegt
  • Kornflögur

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu við meðal háan hita. Bætið hakki út á pönnuna og steikið þar til hakkið er fulleldað.
  2. Kryddið eftir smekk.
  3. Bætið mexíkósúpu út og látið malla í stutta stund
  4. Setjið á disk, stráið osti yfir, 1 matskeið sýrður rjómi borið fram með kornflögum.
Chili Con Carne rétturinn er ómótstæðilega bragðgóður.
Chili Con Carne rétturinn er ómótstæðilega bragðgóður. Ljósmynd/Kaja

Miðvikudagur - Kókos karrí fiskréttur

„Fiskur og karrí passa vel saman, ég blanda rækjum og blönduðum fisk saman.“

Kókos-karrí fiskréttur

Fyrir 2

  • Kaja kókos-karrísúpa
  • 400 g fiskur að eigin vali
  • 50 g rækjur eða annað sjávarfang
  • Rifinn ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 190°C.
  2. Skerið fisk­inn niður og raðið í eld­fast mót.
  3. Hellið súpunni yfir fiskinn og stráið rifnum osti yfir.
  4. Eldið í 10 til 15 mín­út­ur í ofn­in­um.
  5. Gott er að bera rétt­inn fram með soðnum hrís­grjón­um eða kart­öfl­um.
Ofnbakaður fiskréttur með kókos- og karrí er góð samsetning.
Ofnbakaður fiskréttur með kókos- og karrí er góð samsetning. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Fimmtudagur – Bolognese

„Þessi réttur slær ávallt í gegn og er matarmikill.“

Bolognese

Fyrir 2

  • 300 g ungnautahakk eða sojahakk
  • 1 stk. hvítlauksrif
  • 180 g spaghetti
  • Kaja tómatsúpa
  • 100 g sveppir
  • 1 stór laukur
  • 1 msk. reyrsykur eða 4 döðlur niðursneiddar
  • 30 g parmesan eða annar ostur
  • 1 stk. súrdeigs baguette

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu.
  2. Skerið sveppi í fernt og lauk í stóra bita
  3. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita. Bætið hakki út á pönnuna og steikið þar til hakkið er fulleldað. Pressið hvítlauksrif út á pönnuna og steikið í stutta stund.
  4. Bætið við tómatsúpu, sveppum, lauk, reyrsykri/döðlum út á pönnuna og látið malla undir loki á meðan pasta er soðið. Smakkið til með salti.
  5. Bætið spaghetti út í sjóðandi vatnið og sjóðið í um 9 mínútur eða þar til spaghetti-ið er mjúkt en þó með smá biti (al dente). Geymið smá pastavatn ef þarf til þess að þynna sósuna.
  6. Skerið brauð í tvennt og smyrjið með smá smjöri. Rífið svolítinn parmesan ost yfir og dreifið svo mozzarella osti yfir. Bakið í miðjum ofni á 200°C grill stillingu þar til osturinn er fallega bráðinn og gylltur.
  7. Bætið spaghetti út í kjötsósuna og blandið vel saman. Notið pastavatn til að þynna sósuna ef þarf.
  8. Saxið steinselju og hrærið saman við réttinn á pönnunni. Rífið restina af parmesan yfir.
  9. Berið fram með góðu salati.
Bolognese slær ávallt í gegn.
Bolognese slær ávallt í gegn. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Föstudagur -Chili falafelvefja

„Föstudagar eru vefjudagar og mér finnst rosalega gott að nóta falafel buff eða jafnvel falafel bollur í vefjuna. Hægt er að leika sér með meðlæti eftir smekk hvers og eins. En þetta er mín uppáhalds falafelvefja.“

Chili falafelvefja

Fyrir 2

  • Kaja chili falafel buff
  • Heilhveiti vefjur
  • Lambhaga salat
  • 1 agúrka
  • 1 rauð paprika
  • 1 avókadó
  • Lífræn grísk jógúrt
  • Möluð kóríanderfræ eða ferskur kóríander
  • Agave síróp

Aðferð:

  1. Byrjið á að útbúið sósuna, setjið 1 bolla gríska jógúrt í skál, ásamt 1 matskeið af möluðum kóríanderfræjum eða 1/2 lúka saxaður ferskum kóríander ásamt 4 matskeiðum af agave. Hrærið saman og látið standa í kæli.
  2. Steikið falafelbuffin á pönnu
  3. Saxið agúrku, papriku og avókadó í bita
  4. Setjið 2 matskeiðar jógúrt sósu á vefjuna, raðið salat blöðunum ofan á, dreifið buffinu yfir miðjuna, ásamt agúrku, papriku og avókadó.
  5. Rúllið upp og setjið í grillið
  6. Berið fram með auka sósu og salati.
Kaja er meistari í vefjugerð. Hér er hennar uppáhaldsvefja með …
Kaja er meistari í vefjugerð. Hér er hennar uppáhaldsvefja með falafel. Ljósmynd/Kaja

Laugardagur – Franskur saltfiskréttur

„Saltfiskur er ávallt mikið sælgæti og þess réttur kemur úr smiðju Albert Eiríks og steinliggur á laugardagskvöldi.“

Saltfiskréttur sem gleður alla matgæðinga.
Saltfiskréttur sem gleður alla matgæðinga. Ljósmynd/Albert Eiríks

Sunnudagur – Hamborgari með rauðlaukssultu

„Ótrúlegt hvað rauðlaukssulta getur gert mat góðan og að fá hamborgara með rauðlaukssultu er sælgæti. Ég mæli með að þið prófið þessa blöndu.“

Ham­borg­ari með rauðlaukssultu

Fyr­ir 4

  • 4 x 200 g ham­borg­ari að eigin vali + brauð
  • 4 ostsneiðar (þykk­ar)
  • 4 stór­ir portobello svepp­ir
  • Kál eft­ir smekk
  • Tóm­atsneiðar eft­ir smekk
  • Kaja rauðlaukssulta eft­ir smekk
  • Smjör til steik­ing­ar fyr­ir sveppi
  • 1 poki fransk­ar að eig­in vali sem meðlæti
  • Salt, pip­ar, hvít­lauks­duft, ham­borg­ara­krydd eft­ir smekk
  • Jalapeño maj­ónes (sjá upp­skrift að neðan)

Aðferð:

  1. Útbúið jalapeño maj­ónesið og setjið í kæli.
  2. Hitið fransk­arn­ar sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka og hitið grillið þegar þær eru komn­ar í ofn­inn.
  3. Skerið allt græn­meti niður og steikið svepp­ina upp úr smjöri og kryddið að vild, geymið.
  4. Grillið ham­borg­ar­ana og raðið síðan öllu sam­an og setjið vel af maj­ónesi.
  5. Njótið með frönsk­um og meira jalapeño maj­ónesi til að dýfa frönsk­un­um í.


Jalapeño-maj­ónes

  • 300 g maj­ónes
  • 3 msk. smátt saxað jalapeño úr krukku
  • ½ lime (saf­inn)
  • 3 hvít­lauksrif (rif­in)
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

1. Pískið allt sam­an og geymið í kæli fram að notk­un.

2. Gott að nota bæði á ham­borg­ar­ana og með frönsk­un­um. 

Kaja mælir með rauðlaukssultu á hamborgarann.
Kaja mælir með rauðlaukssultu á hamborgarann. Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert