Elsta sælgætisgerðin 105 ára og opnar Pop-up verslun

Sælgætisgerðin Freyja fagnar 105 ára afmæli um þessar mundir og …
Sælgætisgerðin Freyja fagnar 105 ára afmæli um þessar mundir og að því tilefni er boðið til veislu í Pop-verslun Freyju. Pétur Thor framkvæmdastjóri Freyju verður á K100 í dag. Samsett mynd

Sæl­gæt­is­gerðin Freyja fagn­ar um þess­ar mund­ir 105 ára af­mæli sínu sem ger­ir Freyju að elstu starf­andi sæl­gæt­is­gerð á Íslandi. Í dag verður haldið upp á af­mæli Freyju í Pop-up versl­un­inni þar sem gest­um og gang­andi er boðið að koma og smakka nýtt góm­sætt Freyju nammi, snúa lukku­hjóli og and­lits­máln­ing verður í boði fyr­ir börn­in.

„Við hjá Freyju erum afar þakk­lát Íslend­ing­um fyr­ir viðskipt­in síðustu 105 árin, við ætl­um í áfram­hald­andi sókn inn­an­lands og utan og vilj­um því bjóða öll­um að koma við í Pop-up versl­un okk­ar á Lauga­vegi 56 þar sem við mun­um bjóðum upp á smakkupp­lif­un á klass­ísku nammi frá Freyju“, seg­ir Pét­ur Thor, fram­kvæmda­stjóri Freyju.

Sam­bland af nýj­ung­um og klass­ísku sæl­gæti

Þeir sem kjósa að svara stuttri könn­un fá smakkið end­ur­gjalds­laust, en við vilj­um brýna fyr­ir al­menn­ingi að ólögráða ein­stak­ling­ar und­ir 18 ára verða að vera í fylgd með for­ráðamanni, það eru ein­ung­is for­ráðamenn sem svara könn­un en öll fjöl­skyld­an er vel­kom­in í smakkið. Einnig er hægt að greiða 400 krón­ur vilji fólk ein­ung­is fara í smakkupp­lif­un­ina sem er sam­bland af vöru nýj­ung­um sem gætu verið vænt­an­leg­ar á markað ásamt öðrum klass­ísku góðgæti frá Freyju. Mark­mið okk­ar með könn­un­inni er að geta boðið viðskipta­vin­um okk­ar upp á nýtt og spenn­andi sæl­gæti sem hríf­ur bragðlauka þeirra.

Versl­un­in mun síðan opna form­lega á morg­un, föstu­dag­inn 14. júlí, og hefst þá smakkupp­lif­un Freyju, sem verður ekki í boði í af­mæl­inu. Í Pop-up versl­un Freyju ætl­um við að vera með hug­mynda­sam­keppni sem all­ir geta tekið þátt í, vöruþró­un­art­eymi Freyju mun að lok­um kjósa eina hug­mynd sem fer í fram­leiðslu og mun vinn­ings­hafi hljóta veg­leg verðlaun. „Við vilj­um bjóða öll hjart­an­lega vel­kom­in að gleðjast með okk­ur á 105 ára af­mæli Freyju“, seg­ir Pét­ur Thor en hann verður í viðtali á K100 seinnipart­inn í dag og seg­ir frek­ar frá leynd­ar­mál­um Freyju.

Pop-up verslun Freyju er á Laugavegi 56 og er vel …
Pop-up versl­un Freyju er á Lauga­vegi 56 og er vel skreytt mynd­um af sæl­gæti Freyju. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert