Í vikunni fór fram hin árlega Rumble in the Jungle barþjónakeppni sem kokteilstaðurinn Jungle bar heldur árlega. Kepnnin var haldin í samstarfi við Jack Daniel‘s í ár. Hátt í 50 barþjónar sendu inn uppskriftir til að taka þátt sem gerir þetta að einu að stærstu keppni ársins, þar af komust 10 barþjónar í úrslit. Dómarnir töluðu um að þetta hafi verið erfitt val því mikið að flottum uppskriftum hafi verið skilað inn. Það sýnir í raun hvað þróunin í kokteilgeiranum hér heima er komin á flottan stað og er komin á heimsmælikvarða.
Darri Már Magnússon barþjónn bar sigur úr býtum í keppninni með kokteilinn sinn BahamaBanana. Darri kemur frá nýja veitingastaðnum OTO á Hverfisgötunni þar sem hann töfrar fram drykki fyrir matargestina. Í öðru sæti var Jakob Arnarsson frá Kokteilbarnum og í þriðja sæti var Martin Cabejsek frá Kjarvalstofu.
Eins og keppendalistinn sýnir þá eru þeir sem lentu í tíu efstu sætunum að vinna á vel þekktum kokteilstöðum svo það var harður slagur í efstu sætin.
Topp 10 listinn í ár:
Aron Ellertsson – Tipsý
Atli Baldur – Tipsý
Benjamín Reynir – RVK Cocktails
Daníel Kava – Sushi
Darri Már – OTO
Edda Becker – Fjallkonan
Jakob Arnarson – Kokteilbarinn
Kría Freys – Tipsý
Martin Cabejsek – Kjarvalstofa
Sævar Helgi – Tipsý
Dómarar keppninnar í ár voru Jónas Heiðar og Ólafur Andri Benedikson eigendur Jungle Bar og Ýmir Valsson sigurvegar keppninnar í fyrra og yfirbarþjónn á Múlabergi Akureyri. Allt margverðlaunaðir barþjónar.
Eins og góð hefð er fyrir ríkti mikil stemning á keppninni og fullt hús að vanda. Í lok keppninnar var gleðin við völd, allir keppendur og gestir þeirra voru í góðu partístuði enda enginn annar en DJ Simon Fkndsm sem sá um tónlistina út kvöldið og kokteilsérfræðingar Jungle bar fóru á kostum á barnum.