Ferskt og brakandi sumarhrásalat

Brakandi og ferskt sumarhrásalat úr smiðju Jönu.
Brakandi og ferskt sumarhrásalat úr smiðju Jönu. mbl.is/Hákon Pálsson

Sumarblíða leikur við okkur þessa dagana og þá er gaman að grilla og njóta góðra kræsinga. Hér erum við komið með ekta sumarhrásalat sem smellpassar með öllu grillkjöti, meira segja pylsum. Hrásalatið er án allra aukaefna og er ótrúlega gott. Perurnar koma með þetta sæta ljúffenga bragð og svo má bæta við fetaosti eða öðrum osti sem ykkur finnst góður.

Heiðurinn af þessu dásamlega sumarsalati á Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsumarkþjálfi, jógakennari og nuddari. Jana hefur mikinn áhuga á heilsusamlegum réttum og birtir stundum uppskriftir á heimasíðu sinni Nærandi líf. Hún á og rekur fyrirtækið Nærandi líf. Hún hefur einstaklega gaman að því að galdra fram ljúffengar og hollar kræsingar eins og þetta salat.

Nýta daginn eftir líka

Salatið geymist líka vel og hentar mjög vel daginn eftir. Svona ef það er afgangur. Það sem ég geri er að leika mér með það. Bæta við próteini. Ef það er afgangur af kjöti er gott að skera það niður og blanda saman við.  Ef það er ekki afgangur af kjöti þá sýð ég mér egg til þess að hafa með eða hef linsubaunir. Ég er líka dugleg að spíra Mung baunir sem er tilvalið með þessu salati. Líka er alveg geggjað að hafa ost með þessu salati eins og t.d. fetaost.

Ég er duglega að reyna að nýta mér það sem er afgangs daginn eftir. Þannig kem ég í veg fyrir mikla vinnu í eldhúsinu. Allt verður auðveldara. Svo þarna er ég komin með ágætis hádegismat líka,“ segir Jana. 

Sumarhrásalatið passar með öllu grillmat, meira segja pylsum.
Sumarhrásalatið passar með öllu grillmat, meira segja pylsum. mbl.is/Hákon Pálsson

Sumarhrásalat

Fyrir 4

  • ½ haus hvítkál
  • ½ haus rauðkál
  • 10 til 12 stk. gulrætur. Meðalstórar
  • 2 stk. perur, vel þroskaðar
  • 50 g furuhnetur

Aðferð:

  1. Byrj á því að rista furuhneturnar á pönnu.
  2. Kælið furuhneturnar.
  3. Raspið niður hvítkál og rauðkál í mandólíni.
  4. Þannig náið þið að hafa það langsum.
  5. Raspið gulrætur í grófu rifjárni.
  6. Afhýðið perurnar og sker í meðalstóra bita.
  7. Bland saman hvítkálinu, rauðkálinu, gulrótunum og perunum saman í stóra skál.

Sósa

  • 220 g majónes
  • 1 msk. Dijon sinnep
  • 4 til 5 msk. engifersafi
  • 1 til 2 msk. hlynsíróp
  • 1 msk. sítrónusafi
  • Smá búnt steinselja
  • ¼ tsk. salt og pipar
  • ¼ tsk. Grænmetissalt frá A. Vogel

Aðferð:

  1. Bland saman í skál majónesinu, dijon sinnepi, engifersafa, sítrónusafa og sírópi.
  2. Bland saman kryddi.
  3. Smakk til.
  4. Hræð vel saman. 
  5. Bland sósunni saman við grænmetið.
  6. Gott er að byrja að að setja helminginn og hafa svo hinn helminginn með salatinu. Annars gæti það orðið of blautt. 
  7. Í lokin bland steinseljunni saman við salatið.
  8. Berið fram og njótið
Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, alla jafna kölluð Jana, er heilsumarkþjálfi og …
Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, alla jafna kölluð Jana, er heilsumarkþjálfi og heldur meðal annars úti síðunni Nærandi líf. mbl.is/Hákon Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert