Gómsætir kjúklingaleggir í BBQ sósu í ferðalagið

Gómsætir BBQ chilli kjúklingaleggir sem er ótrúlega einfalt að framreiðar.
Gómsætir BBQ chilli kjúklingaleggir sem er ótrúlega einfalt að framreiðar. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Nú er lag að vinna með einfaldleikann því þessa dagana eru margir í útilegum og ferðalög eru hámæli. Það er alltaf gaman að borða góðan mat og líka á flandri en líka gott að þurfa ekki að hafa of mikið fyrir honum. Ef ykkur langar í gómsæta kjúklingaleggi með BBQ chilli sósu sem þið getið töfrað fram á augabragði eru þessir málið. Það er engin önnur en Berglind Hreiðars ástríðukokkur og matarbloggari sem á heiðurinn að þessari uppskrift. Berglind heldur úti uppskriftar- og bloggsíðunni Gotterí og gersemar.

BBQ chilli kjúllaleggir

  • 1,5 kg kjúklingaleggir
  • Kjúklingakrydd/steikarkrydd
  • Heinz BBQ chilli sósa (um ½ flaska)
  • Sesamfræ eftir smekk
  • Kóríander eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn eða grillið í um 190°C.
  2. Kryddið leggina vel allan hringinn og raðið á ofngrind (með skúffu undir) eða á grillið.
  3. Eldið/grillið í um 30 mínútur og berið þá væna umferð af BBQ sósu á leggina og eldið í um fimm mínútur til viðbótar. Munið að snúa leggjunum ef þeir eru á grillinu.
  4. Þegar leggirnir eru tilbúnir má raða þeim í fat og bera aðra góða umferð af BBQ sósu á þá og strá smá sesamfræjum og kóríander yfir til skrauts.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert