Smassborgari í tacos vinsælasta fyrirbærið í dag

Girnilegur þessi smass borgari í tacos að Big Mac stæl.
Girnilegur þessi smass borgari í tacos að Big Mac stæl. Samsett mynd

Þetta þarftu að prófa, nýjasta tískufyrirbærið eða trendið í tacosgerð. Þetta er virkilega einfalt í framkvæmd og ótrúlega gott. Samfélagsmiðlastjörnur á Instagram og TikTok keppast við að koma með frumlegustu og bestu útgáfuna af þessum smassborgara í tacos  Big Mac-stæl. Þessi uppskrift er sögð skotheld hvað varðar bragð og áferð með Big Mac-ívafi og kemur úr smiðju samfélagsmiðlastjörnunnar Georges Darbyshires sem er með instagram-reikninginn @food_with_george

Smassborgari í tacos  Big Mac-stæll

  • 250 g nautahakk
  • 3 litlar tortilluvefjur
  • 1/2 laukur (hvítur), saxaður
  • 1/4 icebergsalat
  • 6 sneiðar súrar gúrkur
  • 2 rifnar gúrkur (súrar)
  • 1/2 bolli majónes
  • 1/2 tómatsósa
  • 2 msk. amerískt sinnep
  • 1 tsk. sykur
  • 3 sneiðar hamborgaraostur
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð og samsetning:

Sósan

  1. Blandið majónesi, tómatsósu, sinnepi, sykri og rifnum gúrkum saman við sósuna og kryddið til með salti og pipar eftir smekk.

Hamborgarinn og samsetning

  1. Saxið lauk og salat.
  2. Dreifið nautahakkinu jafnt og þétt yfir vefjurnar.
  3. Snúið vefjunum niður með hakkinu á pönnunni í 1-2 mínútur, þannig að nautahakkið steikist og snúið svo við, bætið við ostinum og einni matskeið af vatni á pönnuna og setjið lok á pönnuna svo osturinn bráðni.
  4. Þegar þú hefur eldað allar vefjurnar er kominn tími til að klára tacoið.
  5. Bætið fyrst við niðursneiddum gúrkum (súrum), lauk, salati og loks sósu, brjótið vefjuna saman og borðið með góðri lyst.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert