Góðar viðtökur við nýjungum á Lemon

Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri hjá Lemon, segir að viðtökur við …
Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri hjá Lemon, segir að viðtökur við nýjungunum frá Lemon hafi verið góðar. Nú er til að mynda hægt að grípa með sér djús og samloku í nokkrum Hagkaupsverslunum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ýmsar nýjungar hafa litið dagsins ljós á Lemon að undanförnu sem gleðja sælkera sem vilja holla og góða næringu. Nú er hægt að fá Lemon samlokur og djúsa í nokkrum Hagkaupsverslunum og á Olís í Norðlingaholti. Samlokurnar eru í nýju brauði sem er að sögn viðmælanda einstaklega ljúft og gott á bragðið.  

Viðtökurnar góðar

„Það er loksins komið sumar og lífið er sætt og gott. Sólríkar og sælar stundir, það er einfaldlega bráðnauðsynlegt fyrir bæði líkama og sál og er einmitt það sem við á Lemon hugum að á hverjum degi. Viðtökur við sælkerasamlokunum og djúsunum í verslunum hafa verið góðar og viðskiptavinir hafa tekið þessum vörum fagnandi. 

Það er því tilvalið að koma við í Olís Norðlingaholti eða Hagkaup hvort sem það er fyrir ferðalagið, eftir æfinguna, í hádeginu eða á rúntinum og njóta þess sem okkur finnst vera bragðbesta og hollasta nestið og gera vel við líkama og sál.  Við mælum svo sannarlega með því að grípa með sér allar tegundirnar, enda er erfitt að velja “ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.

Samlokurnar eru í nýjum hentugum umbúðum til að grípa með sér hvort sem það er til að borða á staðnum eða taka með sér í ferðalagið. Í boði eru Spicy Chicken, Chickencado og Pescado. Djúsarnir sem er hægt að grípa með sér eru Nice Guy, Alabama, Lotta Love og Elvis.

Djúsinn og samlokurnar eru í nýjum umbúðum sem hægt er …
Djúsinn og samlokurnar eru í nýjum umbúðum sem hægt er að grípa með sér. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert