Ferskt og ljómandi gott tómatasalat

Ferskt og ljómandi gott tómatasalat úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur heilsumarkþjálfa …
Ferskt og ljómandi gott tómatasalat úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur heilsumarkþjálfa sem ávallt er kölluð Jana. Samsett mynd

Hér er á ferðinni ferskt og ljómandi gott tómatasalat sem á vel við á þessum árstíma. Þetta dásamlega salat kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, ávallt kölluð Jana, sem heldur úti uppskriftarsíðunni Jana. Hún er líka með Instagram reikninginn @janast. Það tekur stutta stund að útbúa þetta salat og svo fullkomið með grillmatnum eða jafnvel eitt og sér sem létt og góð máltíð.

Þetta tómatasalat lítur vel út.
Þetta tómatasalat lítur vel út. Ljósmynd/Jana

Ferskt og gott tómatasalat

  • 3 stk. íslenskir tómatar
  • 4 msk. pistasíur saxaðar gróft
  • 3 msk. góð ólífuolía
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Nokkur blöð af basil, söxuð gróft
  • Maríneraður rauðlaukur, sjá uppskrift hér fyrir neðan.
  • Sprettur að eigin vali

Aðferð:

  1. Skerið tómatana í þunnar sneiðar raðið á disk. 
  2. Setjið svo restina ofan á tómatana.
  3. Berið fallega fram.

Maríneraður rauðlaukur

  • 1 rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar á mandólín
  • 1 bolli hvítt edik
  • 1 bolli vatn
  • 1 msk. hrásykur
  • 1 msk. sjávarsalt
  • 1 tsk. rósapipar korn

Aðferð:

  1. Setjið laukinn og piparkornin í krukku
  2. Hitið edik, vatn, sykur og salt í potti við meðalhita. 
  3. Hrærið þar til sykurinn og saltið eru búin að leysast upp, um það bil 1 mínútu. 
  4. Látið kólna og hellið yfir laukinn. 
  5. Setjið til hliðar til að kólna niður í stofuhita, geymið síðan laukinn í ísskápnum.
  6. Fallegur og góður laukur út á salöt og með flestum mat.
  7. Geymist í 4-6 vikur í ísskáp.
Maríneraður rauðlaukur er algjört hnossgæti.
Maríneraður rauðlaukur er algjört hnossgæti. Ljósmynd/Jana
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert