Silli kokkur með besta götubita landsins í ár

Silli kokkur bar sigur úr býtum í dag um Besta …
Silli kokkur bar sigur úr býtum í dag um Besta götubita landsins og er það fjórða árið í röð sem hann vinnur þessa keppni. Hér fagnar að hann verðlaunum með eiginkonu sinni, Elsu Blöndal Sigfúsdóttur. mbl.is/Óttar

Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, bar sigur úr býtum um besta götubita landsins á Götubitahátíðinni sem haldin var í Hljómskálagarðinum um helgina með pomp og prakt.

Þá hlaut hann fyrstu verðlaun í keppni um Götubita fólksins, en það fór fram rafræn kosning meðal matargesta um helgina sem fengu að kjósa uppáhaldsbitann sinn og borgarinn hans Silla bar sigur úr býtum í kosningu fólksins.

Hamborgarinn sigursæli er gæsaborgari með klettasalati, sultuðum rauðlauk og reyktri gráðaostasósu. 

Sigraði fjórða árið í röð

Þetta er fjórða árið sem Silli sigrar þessa sívinsælu keppni sem er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi og hefur aldrei verið stærri eins og í ár. „Þátttakan og mætingin á svæðið fór fram úr okkar björtustu vonum en okkur telst að hér hafi mætt rúmlega 60.000 þúsund manns hið minnsta um helgina,“ segir Róbert Aron Magnússon framkvæmdastjóri Götubitahátíðarinnar.

„Annað sem vakti athygli okkar og dómnefndar er metnaður og gæðin sem allir eru að leggja í hráefnið sem og fjölbreytnin í matarflórunni. Boðið var upp á rétti sem eiga uppruna sinn úr öllum heimsálfunum. Gæðin og fjölbreytnin hefur vaxið frá ári til árs og frábært er að sjá og upplifa hvað matarflóran í götubitamat er komin á flottan stað hér á Íslandi.“  Aðspurður segir Róbert að gleðin hafi verið við völd allan tímann og allir séu alsælir með helgina, aðstandendur hátíðarinnar, þátttakendur og matargestir.

Vert er að geta þess að Silli hafnaði í öðru sæti í keppni um besta evrópska götubitann, European Street Food Award 2022, sem haldin var í München í Þýskalandi á síðasta ári og mun keppa aftur í ár. Þá hlaut hann fyrstu verðlaun í keppni um besta hamborgarann og varð auk þess í öðru sæti þegar keppt var um „Götubita fólksins“ í sömu keppni. Hann mun fara út í haust og taka þátt  og það verður spennandi að sjá hvað gerist. 

Hamborgarinn sigursæli er gæsaborgari með klettasalati, sultuðum rauðlauk og reyktri …
Hamborgarinn sigursæli er gæsaborgari með klettasalati, sultuðum rauðlauk og reyktri gráðostasósu að hætti Silla. mbl.is/Óttar

Gæsaborgarinn hans Silla skaraði fram úr

Við smökkuðum mikið af frábærum mat og fjölbreyttum en það sem skar úr um Götubitann 2023 var það að það var búið að hugsa svakalega vel út í öll smáatriði enda mikil reynsla á bak við sigurvegarann, Silla kokk sem vann fyrir gæsaborgarann sinn og hann á það svo sannarlega skilið. Hráefnið var allt fyrsta flokks og passaði 100% saman. Við hugsuðum þegar við vorum að dæma: „Langar mig í þetta aftur og aftur?“, sem er öðruvísi en þegar maður dæmir í matreiðslukeppni. Meira svona djúsí matur núna. Við hlökkum til að fylgjast með honum keppa í stóru keppninni um Besta götubitann í Evrópu. Besti smábitinn var eitthvað sem við vorum öll sammála um að væri bestur og sama með besta sæta bitann. Það var gott úrval af góðum grænmetisréttum sem voru mjög góðir í heildina og kannski erfiðast að dæma þar. En þetta var frábær hátíð og ég hlakka til á næsta ári að sjá hvað kemur þá,“ segir Hrefna Sætran formaður dómnefndar.

Dómnefndina á hátíðinni í ár skipuðu Hrefna Sætran matreiðslumeistari frá Grillmarkaðinum og Fiskmarkaðinum, Davíð Örn Hákonarson frá Skreið, Eyþór Mar frá Public House og Jakob E. Jakobsson veitingamaður frá Jómfrúnni.

Róbert Aron Magnússon með sigurvegurum dagsins, Silla kokk og eiginkonu …
Róbert Aron Magnússon með sigurvegurum dagsins, Silla kokk og eiginkonu hans. mbl.is/Óttar

Besti smábitinn, Sæti bitinn og Grænmetisbitinn

Fleiri verðlaun voru veitt í dag og Besti smábitinn var Tigerball frá KOMO sem er alveg glæný viðbót í götubitaflóruna. Um er að ræða asíska matargerð og allt er handgert.

Sæti bitinn er nýr verðlaunaflokkur en dómnefndin veitti viðurkenningu fyrir besta sæta bitann og hefur framboðið af ljúffengum sætum bitum aldrei verið meira að sögn dómnefndarinnar. 

Don's Dounts hlaut verðlaun fyrir Besta sæta bitann sem er nýbakaður kleinuhringur.

Besti grænmetisbitinn var frá Mitja og hefur úrvalið af grænmetisbitum heldur aldrei verið fjölbreyttara en í ár. Mitja býður upp á kólumbískan götubita og kemur skemmtilega á óvart.

Besti grænmetisbitinn í ár.
Besti grænmetisbitinn í ár. mbl.is/Óttar
Róbert Aron Magnússon er maðurinn bak við Götubitahátíðina og honum …
Róbert Aron Magnússon er maðurinn bak við Götubitahátíðina og honum hefur tekist að fá þátttakendur til auðga flóruna í götubita landsmanna. mbl.is/Óttar
Verðlaunagripirnir í ár.
Verðlaunagripirnir í ár. mbl.is/Óttar
Matarvagninn Mitja hlaut verðlaun fyrir besta Grænmetisbitann í ár. Hér …
Matarvagninn Mitja hlaut verðlaun fyrir besta Grænmetisbitann í ár. Hér fyrir miðju stendur Hrefna Sætran formaður dómnefndar, ásamt Jakobi E. Jakobssyni sem einnig er í dómnefndinni og ásamt sigurvegara Grænmetibitans. mbl.is/Óttar
Sigurvegara dagsins voru að vonum kampakátir með afraksturinn.
Sigurvegara dagsins voru að vonum kampakátir með afraksturinn. mbl.is/Óttar
KOMO var hlutskarpastur með Smábita ársins, glænýr matarvagn með asíska …
KOMO var hlutskarpastur með Smábita ársins, glænýr matarvagn með asíska rétti sem allir eru handgerðir. Atli Snær tekur hér við viðurkenningunni ásamt dætrum sínum. mbl.is/Óttar
Sætur sigurinn hjá Silli kokk og fjölskyldu sem hafa lagt …
Sætur sigurinn hjá Silli kokk og fjölskyldu sem hafa lagt ástríðu og metnað í gæsaborgarann sigursæla. mbl.is/Óttar
Menn og dýr nutum saman á Götubitahátíðnni um helgina sem …
Menn og dýr nutum saman á Götubitahátíðnni um helgina sem er sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi. mbl.is/Óttar
Nóg var um afþreyingu fyrir alla fjölskylduna í Hljómskálagarðinum um …
Nóg var um afþreyingu fyrir alla fjölskylduna í Hljómskálagarðinum um helgina. mbl.is/Óttar
Mitja býður upp á grænmetisrétti sem svo sannarlega töfruðu gesti …
Mitja býður upp á grænmetisrétti sem svo sannarlega töfruðu gesti og dómnefndina upp úr skónum. mbl.is/Óttar
Matarflóran hefur aldrei verið fjölbreyttari og gæðin hafa vaxið frá …
Matarflóran hefur aldrei verið fjölbreyttari og gæðin hafa vaxið frá ári til árs. mbl.is/Óttar
Það fór enginn svangur heim eftir þessa hátíð.
Það fór enginn svangur heim eftir þessa hátíð. mbl.is/Óttar
Tónlistin ómaði í Hljómskálagarðinum í dag.
Tónlistin ómaði í Hljómskálagarðinum í dag. mbl.is/Óttar
Veðrið lék við matargesti Götubitahátíðarinnar.
Veðrið lék við matargesti Götubitahátíðarinnar. mbl.is/Óttar
Fjölskyldur gerðu sér glaðan dag á Götubitahátíðin.
Fjölskyldur gerðu sér glaðan dag á Götubitahátíðin. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert