Bakað kemur í stað Joe & the Juice

Bakað hefur verið opnað á innritunarsvæði Keflavíkurflugvallar.
Bakað hefur verið opnað á innritunarsvæði Keflavíkurflugvallar. Ljósmynd/Isavia

Kaffihúsið Bakað opnaði í síðustu viku á innritunarsvæðinu á 1. hæð Keflavíkurflugvallar, þar sem kaffihúsið Joe & the Juice var áður. Tilkynnt var um lokun Loksins og Joe í Leifsstöð í lok marsmánaðar.

Hjá Bakað er boðið upp á bakkelsi, nýbakað brauð og pizzur, heilsusamlega safa, salöt og kaffi frá Te & kaffi. 

Lögð verður áhersla á einfalda rétti, ferskt brauðmeti og pizzur að því er haft er eftir Ágústi Einþórssyni, bakara og hugmyndasmið að vöruframboði Bakað, í fréttatilkynningu frá Isavia.

Síðara kaffihús Bakað verður opnað síðar á árinu inni í verslunar- og veitingarými Keflavíkurflugvallar.

Ljósmynd/Isavia
Ljósmynd/Isavia

„Góð viðbót í veitingaflóru flugvallarins“

„Eftir því sem farþegum fjölgar verða þarfirnar fjölbreyttari og því er Bakað alveg einstaklega góð viðbót í veitingaflóru flugvallarins. Við erum stöðugt að vinna að því að bæta upplifun farþega og þjónustu við þá og með Bakað fjölgar sannarlega valmöguleikum þeirra,“ er í tilkynningu haft eftir Gunnhildi Erlu Vilbergsdóttur, deildarstjóra verslunar og veitinga á Keflavíkurflugvelli.

HAF Studio sem sér um hönnun staðanna tveggja undanfarin ár komið að hönnun fjölmargra veitingastaða og mathalla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert