Gómsætt ferskju- og berjapæ Hrefnu Sætran

Hrefna Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, töfrar hér fram gómsætan grillaðan …
Hrefna Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, töfrar hér fram gómsætan grillaðan eftirrétt. Samsett mynd

Himneskt er að njóta góðs eftirréttar á góðum degi og enn þá betra að fá grillaðan eftirrétt. Hér er gómsætur grillaður eftirréttur úr smiðju Hrefnu Sætran, matreiðslumeistara og veitingahúseiganda, sem hún birti á dögunum á Instagram sem á eftir steinliggja í næstu grillveislu. Ómótstæðilega girnilegur að sjá og þessi grilláferð gerir svo mikið. 

Ég elska að grilla eftirrétti. Fá smá grillbragð með sætu og súru en þessi eftirréttur er akkúrat þannig í góðu jafnvægi. Svo er mjög sniðugt að nýta eldinn og hitann sem er búið að kveikja upp í til fulls. Mæli svo með að fá sér þeyttan rjóma eða vanilluís með þessu pæi,“ segir Hrefna sem kann svo sannarlega að töfra fram rétta bragðið fyrir bragðlaukana. Hægt er að fylgjast með Hrefnu á Instagram-reikningnum hennar @hrefnasaetran.

Ómótstæðilega girnilegt ferskju- og berjapæ úr smiðju Hrefnu.
Ómótstæðilega girnilegt ferskju- og berjapæ úr smiðju Hrefnu. Ljósmynd/Hrefna Sætran

Gómsætt ferskju- og berjapæ

Fyrir 8

  • 3 bollar frosin ber að eigin vali (ég notaði svona tilbúna blöndu af berjum)
  • 4 stk. ferskjur
  • Safinn og börkurinn af einni sítrónu
  • 180 g sykur

Aðferð:

  1. Skerið ferskjurnar í báta og setjið í skál ásamt berjunum, sykrinum, sítrónusafanum og fínt röspuðum berkinum af sítrónunni.
  2. Setjð blönduna í steypujárnspönnu ef þið eigið eða bara álbakka eða eitthvað sem þolir vel hita.

Deigið:

  • 120 g hveiti
  • 2 msk. sykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • Smá salt
  • 110 g smjör
  • 120 g súrmjólk
  • Litlir sykurpúðar

Aðferð:

  1. Bland saman þurrvörunum í skál.
  2. Skerð kalt smjörið niður í kubba og hnoð því saman við þurrvörurnar þar til úr verður mylsna.
  3. Bæt þá súrmjólkinni út í og bland vel saman.
  4. Dreif úr deiginu yfir berjablönduna. Bak svo á grilli með lokinu yfir (eða inn í ofni) í 20-30 mínútur.
  5. Bæt sykurpúðunum yfir í lokin og grill áfram í nokkrar mínútur.
  6. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert