Grilláhöld sem gera góðan grillmat enn betri

Ljósmynd/Pexels/Rdne

Sumarið hefur svo sannarlega verið að leika við landann síðastliðnar vikur og daga. Grilllyktin hefur svifið yfir heilu og hálfu íbúðarhverfin og ljóst að Íslendingar eru að nýta góðviðrisdagana til hins ýtrasta.

Gómsætar grísakótelettur, pylsur, grænmeti eða hvers kyns annað góðgæti steikjast á grillteinum margra á kvöldverðartímum þessi dægrin. Á góðum grilldögum er nauðsynlegt að hafa öll bestu grilláhöldin við höndina því ekki er sama hvaða áhald er notað hverju sinni. Stundum hentar mjó töng betur en breið og í sumum tilfellum er nauðsynlegt að nota spaða.

Matarvefurinn tók saman lista um bestu grilláhöldin sem vert er fyrir hvern einasta grilláhugamann að eiga þegar halda á góða og eftirminnilega grillveislu. Grilláhöldin fást í öllum betri grillverslunum landsins.

Hin heilaga tvenna

Þessi grilláhöld eru skyldueign á hvert heimili. Þú kemst ansi langt með þessi áhöld, hvort sem þú ætlar þér að grilla hamborgara, pylsur, fisk eða kjöt.

Breið töng

Breiðar tangir eru ómissandi þegar þykku kjötmeti er skellt á grillið. Gott hald er á breiðum töngum sem auðvelda eldunina á kjöti líkt og kjúklingabringum eða nautakjöti.

Grillgaffall

Grillgafflar eru oft vanmetnir en þeir gegna mikilvægu hlutverki þegar stór og þykkt matvæli eru grilluð. Beittu oddarnir einfalda grillmeisturum lífið þegar snúa þarf matvælunum við á grillinu, hvort sem það eru kartöflur eða kjötmeti.

Mjó töng

Mjóar tangir eru snilld þegar rúlla þarf pylsunum á grillinu til að ná jöfnu hitastigi á þær. 

Fiskispaði

Það getur verið þægilegt að grilla fiskmeti í álbakka en það er engu líkara að grilla það beint á grillteinunum sjálfum. Þá kemur þar til gerður fiskispaði sér vel.  


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert