Tryggva Frey Torfason þekkja margir en hann er einn af þremur stjórnendum hlaðvarpsþáttanna Þarf alltaf að vera grín? sem eru meðal vinsælustu hlaðvarpsþátta landsins. Tryggvi er mörgum mannkostum gæddur. Hann er ekki bara skemmtilegur heldur er hann líka mikill meistarakokkur.
Tryggvi hefur verið duglegur við að deila áhuga sínum á eldamennsku innan Þarf alltaf að vera grín? samfélagsins og vakið mikla lukku. Hér er ekkert verið að grínast og varpar Tryggvi Freyr ljósi á sérdeilis ljúffengt lasagne sem hann hefur verið að þróa undanfarin ár.
„Lasagne er eiginlega uppáhaldsmaturinn minn,“ segir Tryggvi spurður út í tilurð réttarins. „Ég á minningu frá því þegar ég var lítill að koma heim eftir fótboltaæfingu og mamma var búin að elda lasagne og hvítlauksbrauð. Það var alltaf svolítið toppurinn á tilverunni,“ segir hann.
„Svo mörgum árum seinna var ég að elda sjálfur og klúðrari alltaf þessari klassísku béchamel sósu og þá datt mér í hug svona osta útgáfu af lasagne. Síðan þá hefur ekki verið aftur snúið og hef ég ekki gert lasagne með neinum öðrum hætti.“
Fyrir stórt eldfastmót
Hráefni:
Aðferð:
„Layout“ aðferð:
Þegar hingað er komið verður þú að vera búin/n að verða þér út um stórt eldfastmót sem rúmar alla uppskriftina. Svo þarf að hefjast handa við að setja hakk, ostasósu, plötur, lag eftir lag ofan í eldfastamótið.
Því næst fer lasagne-ið inn í ofn í 30 mínútur á 180° á undir og yfir hita. Síðustu 3 - 4 mínúturnar er sniðugt að stilla ofninn á grill til að fá fallegan lit á ostinn, en það er smekksatriði.
Berið fram með heimabökuðu eða tilbúnu hvítlauksbrauði og hrásalati til hliðar.