Prýðisgott pipar- og paprikuosta lasagne

Tryggvi Freyr Torfason hefur ekki eldað lasagne á annan hátt …
Tryggvi Freyr Torfason hefur ekki eldað lasagne á annan hátt en með ostum eftir að hann uppgötvaði pipar- og paprikuosta uppskriftina. Samsett mynd

Tryggva Frey Torfason þekkja margir en hann er einn af þremur stjórnendum hlaðvarpsþáttanna Þarf alltaf að vera grín? sem eru meðal vinsælustu hlaðvarpsþátta landsins. Tryggvi er mörgum mannkostum gæddur. Hann er ekki bara skemmtilegur heldur er hann líka mikill meistarakokkur.

Tryggvi hefur verið duglegur við að deila áhuga sínum á eldamennsku innan Þarf alltaf að vera grín? samfélagsins og vakið mikla lukku. Hér er ekkert verið að grínast og varpar Tryggvi Freyr ljósi á sérdeilis ljúffengt lasagne sem hann hefur verið að þróa undanfarin ár. 

„Lasagne  er eiginlega uppáhaldsmaturinn minn,“ segir Tryggvi spurður út í tilurð réttarins. „Ég á minningu frá því þegar ég var lítill að koma heim eftir fótboltaæfingu og mamma var búin að elda lasagne og hvítlauksbrauð. Það var alltaf svolítið toppurinn á tilverunni,“ segir hann.

„Svo mörgum árum seinna var ég að elda sjálfur og klúðrari alltaf þessari klassísku béchamel sósu og þá datt mér í hug svona osta útgáfu af lasagne. Síðan þá hefur ekki verið aftur snúið og hef ég ekki gert lasagne með neinum öðrum hætti.“

Pipar- og paprikuosta lasagne að hætti Tryggva

Fyrir stórt eldfastmót

Hráefni:

  • Lasagne-plötur
  • 500 ml rjómi og hálfur peli rjómi
  • 2 stk. piparostar frá MS
  • 2 stk. paprikuostar frá MS
  • 2x 500 - 600 gr nautahakk
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 krukkur af pastasósu frá Euroshopper 
  • Rifinn ostur að eigin vali. Mælt er með Sveitabita frá MS sem er rifinn niður.

Aðferð:

  1. Byrjaðu á að bræða pipar- og papriku ostana saman með rjómanum. Ég mæli með að rífa ostinn og bæta rjómanum við hægt og rólega á meðan osturinn bráðnar. Gott er að gefa sér smá tíma í ostasósuna svo hún verði ekki of þykk eða þunn. Það þarf ekki að nota allan rjómann enn þú munt nota 500 ml í það minnsta.
  2. Þar sem þetta er nokkuð stór uppskrift að þá hef ég steikt hakkið í tveimur hlutum.
  3. Steiktu hakkið. Saltaðu og pipraðu eftir smekk.
  4. Saxaðu 2 hvítlauksgeira (má sleppa).
  5. Settu svo hvítlaukinn ofan í hakkið og steikir saman í um það bil 2 mínútur.
  6. Svo blandarðu pastasósunni við hakkið.
  7. Því næst læturðu allt malla aðeins, í minnst 10 mínútur. Því lengur því betra.

„Layout“ aðferð:

Þegar hingað er komið verður þú að vera búin/n að verða þér út um stórt eldfastmót sem rúmar alla uppskriftina. Svo þarf að hefjast handa við að setja hakk, ostasósu, plötur, lag eftir lag ofan í eldfastamótið.

  • Hakk
  • Ostasósa
  • Lasagne-plötur
  • Hakk
  • Ostasósa
  • Lasagne-plötur
  • Og svo framvegis..
  • Svo er gott að enda á að sáldra rifnum osti yfir allt.

Því næst fer lasagne-ið inn í ofn í 30 mínútur á 180° á undir og yfir hita. Síðustu 3 - 4 mínúturnar er sniðugt að stilla ofninn á grill til að fá fallegan lit á ostinn, en það er smekksatriði.

Berið fram með heimabökuðu eða tilbúnu hvítlauksbrauði og hrásalati til hliðar. 

Það fer enginn svangur heim úr matarboði hjá Tryggva og …
Það fer enginn svangur heim úr matarboði hjá Tryggva og fjölskyldu. Rétturinn samanstendur af hakki, plötum og ostasósunni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert