Tryllingslega gott Tabasco-popp á 5 mínútum

Gamla góða poppkornið svíkur engan.
Gamla góða poppkornið svíkur engan. Ljósmynd/Unsplash/Mahmoud Fawzy

Poppkorn hefur lengi verið eitt vinsælasta snarl í heimi og það er ekki að ástæðulausu. Poppkorn má bragðbæta með ýmsum hætti og getur verið gaman að leika sér með bragðið á hinni fullkomnu poppskál. Sumir sækjast eftir því að hafa poppið sætt en aðrir leitast eftir einhverju aðeins sterkara og enn aðrir kjósa að hafa sterkt og sætt í bland. Hér er að finna fljótlega uppskrift að skotheldu poppi fyrir áhugasama um sterkan mat. 

Sterkt og sætt Tabasco-poppkorn

  • 1 poki Orville-örbylgjupopp
  • ½ -1 tsk. Tabasco Habanero-sósa
  • 2 msk. smjör
  • Ein lúka af M&M með hnetusmjöri (má sleppa).

Aðferð:

  1. Smjörið brætt í örbylgjuofni. Mikilvægt er að hafa smjörið í skál sem þolir örbylgjur.
  2. Því næst er Tabasco-sósunni hrært vel saman við smjörið.
  3. M&M-ið skorið smátt.
  4. Poppið látið poppast í örbylgjuofni samkvæmt leiðbeiningum og sett í stóra skál.
  5. Tabasco- og smjörblöndunni hellt jafnt yfir poppið og hrært saman við.
  6. M&M-ið skorið niður og stráð yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka