Trompetleikari færir vegfarendum taco

Steven færir fólki tacos við Reykjavíkurhöfn og spilar á trompetið …
Steven færir fólki tacos við Reykjavíkurhöfn og spilar á trompetið þess á milli. Ljósmynd/Aðsend

„Maður er bara á ein­hverju flakki,“ seg­ir trop­m­pet­leik­ar­inn Steven Paul Pilcher sem hóf störf á suðræna tacostaðnum Tacoson við Reykja­vík­ur­höfn í vor. Kynnti hann staðinn fyr­ir fiskitacos sem hafa njóta mik­illa vin­sælda.

Steven hefur trompetið alltaf með sér.
Steven hef­ur trom­petið alltaf með sér. Ljós­mynd/​Aðsend
Fiskitacos eru alltaf vinsæl að sögn Stevens.
Fiskitacos eru alltaf vin­sæl að sögn Stevens. Ljós­mynd/​Aðsend

Kom í kulda­hreti

„Ég hitti Bald­vin Odds­son, eig­anda Tacoson, í New York og byrjaði í sum­ar. Ég kom hingað í vet­ur til þess að skoða þetta. Það voru víst sleg­in kulda­met í þeirri viku,“ seg­ir Steven en liðinn vet­ur var sá kald­asti á öld­inni líkt og mörg­um er í fersku minni. 

„Það var hræðilegt og maður var að reyna að fóta sig í þessu. Það var mín fyrsta upp­lif­un af Íslandi,“ seg­ir Steven. Eitt­hvað heillaði við Ísland og ákvað Steven því að snúa aft­ur til Íslands í júlí og hefja störf hjá Tacoson.

Spil­ar fyr­ir gesti og gang­andi

„Ég hitti Bald­vin um haustið. Hann spil­ar á trom­pet og ég spila á trom­pet. Vin­ur úr há­skól­an­um var í bæn­um og kynnti okk­ur. Við skemmt­um okk­ur, drukk­um rúss­nesk­an vod­ka ná­lægt Lincoln Center.“ Lærði hann í Eastman School of Music, ein­um virt­asta tón­list­ar­skóla Banda­ríkj­anna.

Steven held­ur áfram:

„Ég bjó í Buswick í Brook­lyn og þar er allt fullt af mat­artrukk­um, það eru þrír til fjór­ir trukk­ar í einni götu, all­ir með birria tacos, upp­runa­legu taco-upp­skrift­ina og hún fel­ur í sér eldri leið til að gera tacos. Þetta er líka bara götumat­ur fyr­ir fylli­bætt­ur, klass­ískt fyr­ir­bæri í New York. Einn þeirra er meira að segja op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Ég er djass­leik­ari svo ég er úti til fjög­ur. Ég gerði mitt besta til að New York sofi ekki. Hug­mynd­in mín var að skapa djammsvæði hérna,“ seg­ir Steven sem gríp­ur í trom­petið af og til og spil­ar fyr­ir gesti og gang­andi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka