„Maður er bara á einhverju flakki,“ segir tropmpetleikarinn Steven Paul Pilcher sem hóf störf á suðræna tacostaðnum Tacoson við Reykjavíkurhöfn í vor. Kynnti hann staðinn fyrir fiskitacos sem hafa njóta mikilla vinsælda.
„Ég hitti Baldvin Oddsson, eiganda Tacoson, í New York og byrjaði í sumar. Ég kom hingað í vetur til þess að skoða þetta. Það voru víst slegin kuldamet í þeirri viku,“ segir Steven en liðinn vetur var sá kaldasti á öldinni líkt og mörgum er í fersku minni.
„Það var hræðilegt og maður var að reyna að fóta sig í þessu. Það var mín fyrsta upplifun af Íslandi,“ segir Steven. Eitthvað heillaði við Ísland og ákvað Steven því að snúa aftur til Íslands í júlí og hefja störf hjá Tacoson.
„Ég hitti Baldvin um haustið. Hann spilar á trompet og ég spila á trompet. Vinur úr háskólanum var í bænum og kynnti okkur. Við skemmtum okkur, drukkum rússneskan vodka nálægt Lincoln Center.“ Lærði hann í Eastman School of Music, einum virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna.
Steven heldur áfram:
„Ég bjó í Buswick í Brooklyn og þar er allt fullt af matartrukkum, það eru þrír til fjórir trukkar í einni götu, allir með birria tacos, upprunalegu taco-uppskriftina og hún felur í sér eldri leið til að gera tacos. Þetta er líka bara götumatur fyrir fyllibættur, klassískt fyrirbæri í New York. Einn þeirra er meira að segja opinn allan sólarhringinn. Ég er djassleikari svo ég er úti til fjögur. Ég gerði mitt besta til að New York sofi ekki. Hugmyndin mín var að skapa djammsvæði hérna,“ segir Steven sem grípur í trompetið af og til og spilar fyrir gesti og gangandi.“