Girnileg T-bone-steik með kartöflusalati og chimichurri

Eyþór Rúnarsson yfirkokkur hjá Múlakaffi sviptir hulunni af sinni uppáhaldsgrillsteik.
Eyþór Rúnarsson yfirkokkur hjá Múlakaffi sviptir hulunni af sinni uppáhaldsgrillsteik. Samsett mynd

Eyþór Rúnarsson matgæðingur, sjónvarpskokkur og yfirkokkur hjá Múlakaffi sviptir hulunni af sinni uppáhaldsgrillsteik sem steinliggur um verslunarmannahelgina.

Þessi steik er ekkert smáræði og allir matgæðingar eiga eftir að missa sig yfir þessari dásamlegu T-bone-steik. Eyþór er þekktur fyrir sína sælkerarétti og kann svo sannarlega að koma bragðlaukunum á flug.

Eyþór steikir steikina upp úr tómat-vinaigrette og ber steikina fram með kartöflusalati með grænkáli og wasabi-baunum sem er ótrúlega góð samsetning. Með steikinni býður hann upp á chimichurri-dressingu sem passar mjög vel með steikinni og lyftir matarupplifuninni í hæstu hæðir.

Máltíð fyrir þrjá til fjóra

T-bone-steikur eru sérstakar fyrir það að hver um sig er á bilinu 1,1-1,4 kíló að þyngd og nægir fyllilega í máltíð fyrir þrjá til fjóra einstaklinga. Þetta eru fallegar nautasteikur og virkilega gaman að bera þær fram. Eru virðulegar á fallegu bretti eða steikarfati og fanga augað. Eyþór deilir með lesendum leyndardómnum á bak við T-bone-steikina sína og það meðlæti sem töfrar matargestina hans upp úr skónum.

Hér er alvöru steik á ferðinni borin fram með girnilegu …
Hér er alvöru steik á ferðinni borin fram með girnilegu meðlæti sem enginn stenst. mbl.is/Hákon Pálsson

T-bone-steik með tómat-vinaigrette og kartöflusalati með grænkáli og wasabi-baunum

T-bone-steikin

  • 4 stk. T-bone steikur
  • sjávarsalt eftir smekk
  • svartur pipar úr kvörn eftir smekk

Grillolía

  • 50 g tómatpúrra
  • 2 msk. sojasósa
  • 200 ml ólífuolía
  • 1 msk. chilisambal
  • 2 msk. timían
  • 1 hvítlauksgeiri

Aðferð:

  1. Setjið tómatpúrru, sojasósu, ólífuolíu, hvítlauk, chilisambal og timían saman í blandara og vinnið saman í um það bil mínútu.
  2. Kryddið steikurnar vel með salti og pipar og setjið á heitt grillið.
  3. Grillið í um það bil þrjár mínútur á hvorri hlið.
  4. Áður en þið snúið steikinni penslið þið hana vel með grillolíunni og svo aftur á hinni hliðinni.
  5. Látið steikurnar standa í tvær mínútur á efri hillunni.
  6. Takið steikurnar af grillinu og setjið álpappír yfir þær og látið standa undir álpappírnum í 10 mínútur.

Chimichurri-dressing

  • 170 ml ólífuolía
  • 30 ml rauðvínsedik
  • 3 stk. fínt skornir skalottlaukar
  • 1 stk. fínt rifinn hvítlaukur
  • 2 stk. tómatar skornir í teninga
  • 20 g steinselja fínt skorin
  • 1 tsk. óreganó
  • ½ tsk. chiliduft
  • 1 tsk. paprika
  • 1 tsk. kummín
  • 1 msk. hlynsíróp
  • sjávarsalt eftir smekk
  • svartur pipar úr kvörn eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið ólífuolíu og ediki saman með písk. Bætið afganginum af hráefninu út í og smakkið til með salti og pipar.
  2. Látið standa inni í kæli í minnst tvær klukkustundir fyrir notkun.

Kartöflusalat með grænkáli og wasabi-baunum

  • 2 pokar grænkál
  • 2 msk. sojasósa
  • ½ bréf estragon
  • 2 dósir 18% sýrður rjómi
  • 2 msk. hlynsíróp
  • 800 g soðnar kartöflur
  • 1 stk. appelsína
  • 2 stk. vorlaukar (fínt skornir)
  • ½ stk. ferskur chili (fínt skorinn)
  • ½ dós wasabi-baunir
  • sjávarsalt eftir smekk
  • svartur pipar úr kvörn eftir smekk

Aðferð:

  1. Takið stilkinn af grænkálinu og setjið kálið í skál með sojasósunni.
  2. Nuddið sojasósunni vel inn í það.
  3. Raðið grænkálinu á álgrillbakka og setjið á heitt grillið og grillið í fjórar mínútur.
  4. Skerið estragon fínt niður og blandið út í sýrða rjómann ásamt hlynsírópinu.
  5. Skerið kartöflurnar í fernt og skrælið.
  6. Skerið appelsínuna í litla bita og setjið í skál með vorlauk og chili.
  7. Hellið estragon-sýrða rjómanum yfir blönduna og blandið vel saman og smakkið til með salti og pipar.
  8. Skerið helminginn af grænkálinu og bætið því út í blönduna ásamt wasabi-baununum.
  9. Notið hinn helminginn til að setja yfir salatið áður en þið berið það fram.
Dýrleg T-bone-steikin hans Rúnars, ótrúlega girnileg og meðlætið fangar líka …
Dýrleg T-bone-steikin hans Rúnars, ótrúlega girnileg og meðlætið fangar líka augað. mbl.is/Hákon Pálsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert