Góðir fiskréttir eru ávallt kærkomnir á borðið og yfir sumartímann er ekkert betra en bragðgóðir fiskréttir með ferskum kryddjurtum sem gleðja bragðlaukana. Kristjana Steingrímsdóttir, ávallt kölluð Jana, sem lesendur ættu að vera farnir að þekkja vel veit fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram með nýja fiskrétti og á heiðurinn af þessum dásamlega rétti. Hér eru á ferðinni bakaðir þorskhnakkar með æðislegu mintu- og pistasíupestói sem er hreinn unaður fyrir bragðlaukana.
„Þetta er dásemdar fiskréttur sem ég get nánast lofað að allir munu elska,“ segir Jana og bætir við að með þessum rétti bauð hún upp á kalda hvítlauks- og agúrkusósu, ferskt salat og sætar kartöflur. Við á matarvefnum getum vel mælt með þessum dásamlega fiskrétti.
Jana er með Instagram reikninginn @janast þar sem hægt er að fylgjast með uppskriftunum sem hún deilir með lesendum sínum.
Þorskhnakkar með mintu- og pistasíupestó
Aðferð: