Dásamlegir þorskhnakkar með mintu- og pistasíupestói

Dásamlegir þorskhnakkar bakaðir í ofni með mintu- og pistasíupestói sem …
Dásamlegir þorskhnakkar bakaðir í ofni með mintu- og pistasíupestói sem gleður bragðlaukana. Samsett mynd

Góðir fiskréttir eru ávallt kærkomnir á borðið og yfir sumartímann er ekkert betra en bragðgóðir fiskréttir með ferskum kryddjurtum sem gleðja bragðlaukana. Kristjana Steingrímsdóttir, ávallt kölluð Jana, sem lesendur ættu að vera farnir að þekkja vel veit fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram með nýja fiskrétti og á heiðurinn af þessum dásamlega rétti. Hér eru á ferðinni bakaðir þorskhnakkar með æðislegu mintu- og pistasíupestói sem er hreinn unaður fyrir bragðlaukana.

„Þetta er dásemdar fiskréttur sem ég get nánast lofað að allir munu elska,“ segir Jana og bætir við að með þessum rétti bauð hún upp á kalda hvítlauks- og agúrkusósu, ferskt salat og sætar kartöflur. Við á matarvefnum getum vel mælt með þessum dásamlega fiskrétti.

Jana er með Instagram reikninginn @janast þar sem hægt er að fylgjast með uppskriftunum sem hún deilir með lesendum sínum.

Þorskhnakkar með mintu- og pistasíupestó

  • 900 g þorskhnakkar
  • 1 bolli minta
  • ½  box fersk basilíkublöð
  • Smá ferskt timian
  • ½ bolli nýrifinn parmesan ostur
  • ½  bolli pistasíuhnetur
  • 1 hvítlauks rif
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
  • Safi frá ½ lime
  • ½ bolli góð ólífuolía

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C hita.
  2. Setjið þorskhnakkana á eldfast mót saltið og piprið eftir smekk og gerið pestóið.
  3. Takið 2 matskeiðar af pistasíum til hliðar og setjið allt nema þær, parmesan ost og ólífuolíu í blandara og blandið vel saman.
  4. Hellið olíunni hægt út í og svo restinni af pistasíu og parmesan ostinum og hrærið vel nokkrum sinnum.
  5. Dreifið pestói jafnt á þorskinn.
  6. Setjið þorskinn inn í heitan ofninn í um það bil 17 til 19 mínútur ( fer eftir þykkt bitanna).
  7. Berið fram með kaldri sósu að eigin val, fersku salati og kartöflum sem ykkur þykja bestar.
Ljúffengt að bera þorskhnakkana fram með kaldri hvítlauks- og agúrkusósu, …
Ljúffengt að bera þorskhnakkana fram með kaldri hvítlauks- og agúrkusósu, fersku salati og sætum kartöflum. Ljósmynd/Jana
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert