Eins og Helga Magga heilsumarkþjáfli kemst svo vel að orði þá er burrata-ostur er ótrúlega góður og gefur matnum þetta extra, punktinn yfir i-ið. Það getur verið erfitt að fá burrata-ost hér heima og Helga Magga kann gott ráð við því og sýndi fylgjendum sínum á dögunum hvernig hægt er að búa til burrata ost á einfaldan hátt heima.
Uppskriftin hennar er að finna hér fyrir neðan. Vert er að geta þess að það er einnig hægt að nota litlu mozzarellakúlurnar sem eru laktósalausar og venjulegan rjóma. Kaffirjóminn er fituminni en matreiðslurjómi en hentar einnig vel í matargerð.
„Minn uppáhalds forréttur fær algjörlega þetta extra yfirbragð með heimagerðum burrata-osti. Bufftómatar (eða venjulegir) skornir niður og dreift á stóran disk, burrata-ostinum dreift yfir ásamt smá niðurskorinni ferskri basilíku, saltað og piprað og ólífuolíu hellt yfir diskinn. Þessi réttur slær alltaf í gegn,“ segir Helga Magga.
Heimagerður burrata-ostur
Aðferð:
@helgamagga.is Heimagerður burrata ostur 👌🏼 #burrata #burratacheese #hommade #nutrition ♬ Sunshine - WIRA