Safaríkar grillaðar kjúklingabringur og meðlæti

Safaríkar og ljúffengar kjúklingarbringur með girnilegu meðlæti.
Safaríkar og ljúffengar kjúklingarbringur með girnilegu meðlæti. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Meðan veðrið leikur við okkur þessa dagana er upplagt að grilla og njóta. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er þekkt fyrir að koma með girnilega rétti sem allir ráða við eins og þennan. Hún grillaði þessar safaríku og girnilegu kjúklingabringur á dögunum sem er sáraeinfalt að grilla, geta ekki klikkað. Með kjúklingabringunum bauð hún upp á ofnbakaðar sætar kartöflur í teningum sem er líka hægt að grilla á grillpönnu og fyllta sveppir og kalda grillsósu.

Ljúft að njóta góða veðrið og grilla þessa dagana.
Ljúft að njóta góða veðrið og grilla þessa dagana. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Kjúklingabringur og grænmeti

Fyrir 4

Kjúklingabringur

  • 4 maríneraðar Ali kjúklingabringur með hvítlauk og kryddjurtum

Aðferð:

  1. Grillið á vel heitu grilli í 6-8 mínútur á hvorri hlið.
  2. Hvílið í um 10 mínútur áður en þið skerið niður.

Fylltir portobello sveppir

  • 4-6 portobello sveppir
  • Rifinn piparostur (1 box)

Aðferð:

  • Skerið stöngulinn úr og aðeins innan úr sveppunum.
  • Fyllið með rifnum piparosti og grillið í um 15 mínútur á efri grind/við óbeinan hita (Berglind setti sveppina á grillið við óbeinan hita jafn lengi og kjúklingurinn var á og það passaði fínt).
  • Sætar kartöflur í ofni
  • 700 g sætar kartöflur
  • Ólífuolía
  • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Flysjið kartöflurnar og skerið niður í litla teninga.
  3. Setjið í ofnskúffu og hellið 2-3 msk. af ólífuolíu yfir ásamt kryddi eftir smekk og blandið saman.
  4. Bakið í ofninum í um 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.

Sætar kartöflur í ofni eða á grillpönnu

  • 700 g sætar kartöflur
  • Ólífuolía
  • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Flysjið kartöflurnar og skerið niður í litla teninga.
  3. Setjið í ofnskúffu og hellið 2-3 msk. af ólífuolíu yfir ásamt kryddi (eftir smekk) og blandið saman.
  4. Bakið í ofninum í um 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
  5. Berið fram með kjúklingabringur, fylltu portobellosveppina og sætu kartöflurnar með kaldri grillsósu að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert