Ómótstæðilegar rækjur með parmaskinku og basil

Ómótstæðilegar þessar dásamlegu risarækjur með parmaskinku og basil.
Ómótstæðilegar þessar dásamlegu risarækjur með parmaskinku og basil. Ljósmynd/Anna Björk Eðvarðsdóttir

Ljúffengt sjávarfang á grillað fullkomnar góðan dag. Risarækjur er ótrúlega góðar á grillið og tekur örskamma stund að grilla. Anna Björk Eðvarðsdóttir matarbloggari og formaður Hringsins er mikill matgæðingur og elskar að útbúa girnilega rétti fyrir sig og sína. Hún á heiðurinn að þessari uppskrift að þessum ómótstæðilegu risarækjum sem grillaðar eru með parmaskinku og basil. Réttur sem á vel við á fallegum degi. Anna Björk heldur úti uppskriftasíðunni Anna Björk matarblogg þar sem gaman er að fylgjast með uppskriftunum sem hún deilir með lesendum sínum. 

Rækjur eru guilty pleasure" hjá mér, reyndar allur skelfiskur. Þetta er gömul uppskrift af forrétti eða smárétti, sem ég hef gert mjög oft og finnst alveg frábær. Það er langbest að grilla rækjurnar á útigrilli,“ segir Anna Björk.

Huggulegt að snæða þennan rétt á fallegum degi.
Huggulegt að snæða þennan rétt á fallegum degi. Ljósmynd/Anna Björk Eðvarðsdóttir

Rækjur með parmaskinku og basil

Fyrir 4

  • 18 risarækjur
  • 3-4 sneiðar parmaskinka
  • 18 basil lauf
  • Ólífuolía eftir smekk
  • Stálpinnar eða trépinnar

Aðferð:

  1. Afþíðið rækjurnar og þerraðið vel með eldhúspappír.
  2. Skiptið hverri parmaskinkusneið í 6 hluta.
  3. Setjið basillauf á endann á parmaskinkusneið og eina rækju ofan á.
  4. Rúllið síðan upp og stingið á pinna, haldið áfram eins, með restina af hráefninu.
  5. Penslið rækjurnar eru penslaðar með olíu.
  6. Grillið síðan þar til rækjurnar eru gegn steiktar.
  7. Berið fram með hvítlauks vinagrette-inu og góðu brauði.

Hvítlauks vinagrette

  • 5 msk. ólífuolía
  • 1 msk. rauðvínsedik
  • 1 tsk. Dijon sinnep
  • 2 marin hvítlauksrif
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

  • Blandið öllu hráefninu saman í skál og þeytið vel.
  • Geymið í kæli fyrir notkun. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert