Ómótstæðilegar rækjur með parmaskinku og basil

Ómótstæðilegar þessar dásamlegu risarækjur með parmaskinku og basil.
Ómótstæðilegar þessar dásamlegu risarækjur með parmaskinku og basil. Ljósmynd/Anna Björk Eðvarðsdóttir

Ljúf­fengt sjáv­ar­fang á grillað full­komn­ar góðan dag. Ris­arækj­ur er ótrú­lega góðar á grillið og tek­ur ör­skamma stund að grilla. Anna Björk Eðvarðsdótt­ir mat­ar­blogg­ari og formaður Hrings­ins er mik­ill mat­gæðing­ur og elsk­ar að út­búa girni­lega rétti fyr­ir sig og sína. Hún á heiður­inn að þess­ari upp­skrift að þess­um ómót­stæðilegu ris­arækj­um sem grillaðar eru með parma­skinku og basil. Rétt­ur sem á vel við á fal­leg­um degi. Anna Björk held­ur úti upp­skrift­asíðunni Anna Björk mat­ar­blogg þar sem gam­an er að fylgj­ast með upp­skrift­un­um sem hún deil­ir með les­end­um sín­um. 

Rækj­ur eru guilty plea­sure" hjá mér, reynd­ar all­ur skel­fisk­ur. Þetta er göm­ul upp­skrift af for­rétti eða smá­rétti, sem ég hef gert mjög oft og finnst al­veg frá­bær. Það er lang­best að grilla rækj­urn­ar á útigrilli,“ seg­ir Anna Björk.

Huggulegt að snæða þennan rétt á fallegum degi.
Huggu­legt að snæða þenn­an rétt á fal­leg­um degi. Ljós­mynd/​Anna Björk Eðvarðsdótt­ir

Ómótstæðilegar rækjur með parmaskinku og basil

Vista Prenta

Rækj­ur með parma­skinku og basil

Fyrir 4

  • 18 ris­arækj­ur
  • 3-4 sneiðar parma­skinka
  • 18 basil lauf
  • Ólífuolía eft­ir smekk
  • Stálp­inn­ar eða trép­inn­ar

Aðferð:

  1. Afþíðið rækj­urn­ar og þerraðið vel með eld­húspapp­ír.
  2. Skiptið hverri parma­skinkusneið í 6 hluta.
  3. Setjið basil­lauf á end­ann á parma­skinkusneið og eina rækju ofan á.
  4. Rúllið síðan upp og stingið á pinna, haldið áfram eins, með rest­ina af hrá­efn­inu.
  5. Penslið rækj­urn­ar eru penslaðar með olíu.
  6. Grillið síðan þar til rækj­urn­ar eru gegn steikt­ar.
  7. Berið fram með hvít­lauks vina­grette-inu og góðu brauði.

Hvít­lauks vina­grette

  • 5 msk. ólífuolía
  • 1 msk. rauðvín­se­dik
  • 1 tsk. Dijon sinn­ep
  • 2 marin hvít­lauksrif
  • Sjáv­ar­salt og nýmalaður svart­ur pip­ar

Aðferð:

  • Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í skál og þeytið vel.
  • Geymið í kæli fyr­ir notk­un. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert