Lúxus útgáfan af Egg Benedict

Hátíðlegur og rómantískur morgunverður, lúxus Eggs Benedict eða eins og …
Hátíðlegur og rómantískur morgunverður, lúxus Eggs Benedict eða eins og sumir kalla hann, konunglega útgáfan af Eggs Benedict. Unsplash/John Baker

Egg Benedict er þekkt­ur morg­un­verðarrétt­ur um all­an heim og nýt­ur mik­illa vin­sælda. Morg­un­verður­inn sam­an­stend­ur af hleyptu eggi á brauð, með lúx­us skinku og löðrandi hollandaise sósu. Lúx­us út­gáf­an af þess­um rétti, sem sum­ir kalla kon­ung­lega Egg Benedict, er með reykt­um laxi í staðinn fyr­ir skinku. Þetta er sá morg­un­verður sem er upp­lagt að gleðja ást­ina með upp í rúm ásamt glasi af ljúf­fengu kampa­víni, hvort sem það er áfengt eða óá­fengt. Það er þessi hátíðleiki og róm­an­tík sem svíf­ur yfir með þess­um morg­un­verðarrétti og bræðir öll hjörtu sem elska egg og reykt­an lax.

Lúxus útgáfan af Egg Benedict

Vista Prenta

Lúx­us Eggs Benedict

Hleypt egg

  • 2 egg
  • 2 sneiðar af brauði, brauðbollu, english toast eða súr­deigs­brauði
  • 4 sneiðar af reykt­um laxi
  • Fersk­ar sprett­ur af eig­in vali
  • Gróft saxaður graslauk­ur
  • Borðedik

Hollandaise sósa

  • 125 g smjör
  • 2 eggj­ar­auður
  • 1 tsk. hvít­vín­se­dik
  • 1-3 tsk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • cayenn­ep­ip­ar eft­ir smekk
  • ör­lítið sjáv­ar­salt eft­ir smekk

Meðlæti og skraut á disk

  • Fersk sal­at
  • Ólíf­ur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja vatn í pott og hitið að suðu.
  2. Brjótið egg í skál.
  3. Bætið við 1-2 drop­um af ed­iki.
  4. Hrærið aðeins í vatn­inu í pott­in­um þannig að það snú­ist í hringi. Það hjálp­ar til þegar á að út­búa hleypt egg, um­vef­ur gul­una í eggja­hvít­unni.
  5. Lækkið hit­ann und­ir vatn­inu niður í meðal­hita og hellið egg­inu ró­lega út í vatnið.
  6. Sjóðið á væg­um hita í 3 til 4 mín­út­ur áður en eggið er tekið aft­ur upp úr vatn­inu.
  7. Útbúið tvö hleypt egg með þess­um hætti.
  8. Geymið á disk meðan brauðið er grillað/​ristað og sós­an kláruð.
  9. Byrjið síðan á því að gera Hollandaise sós­una og bræðið smjörið.
  10. Setjið eggj­ar­auður í skál sem ligg­ur yfir vatnsbaði á lág­um hita.
  11. Pískið eggj­ar­auðurn­ar og hellið ed­ik­inu út í.
  12. Haldið áfram að píska eggj­ar­auðurn­ar sam­an við ed­ikið og byrjið síðan hægt og ró­lega að hella brædda smjör­inu út í í skál­ina með eggj­ar­auðunum.
  13. Takið sós­una af hit­an­um og bætið sítr­ónusafa og cayenn­ep­ip­ar út í, hrærið vel.
  14. Bragðbætið með salti eft­ir smekk.
  15. Grillið eða ristið tvær brauðsneiðar og smyrjið með smjöri ef vill.
  16. Leggið tvær fal­leg­ar sneiðar af laxi ofan á hvora brauðsneið, setjið síðan hleyptu egg­in ofan á sitt hvora brauðsneiðina.
  17. Hellið loks sós­unni yfir. Skreytið með fersk­um sprett­um og söxuðum graslauk yfir sós­una.
  18. Skreytið disk­inn með smá fersku sal­ati og ólíf­um eða sem ykk­ur finnst fal­legt og gott.
  19. Berið fal­lega fram með kampa­víns­glasi eða nýkreist­um app­el­sínusafa.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert