Espresso Martini eins og hann gerist bestur

Uppskriftin að Espresso Martini eins og hann gerist bestur.
Uppskriftin að Espresso Martini eins og hann gerist bestur. Unsplash/ Kike Salazar N

Barþjóninn Dick Bradsell á Fred´s Club í London á heiðurinn af þessum vinsæla kokteildrykk sem rýkur út þessa dagana. Það var árið 1983 sem hann töfraði fram sinn fyrsta Espresso Martini á viðkomandi bar. Þá kom inn kona á barinn sem bað um drykk sem myndi vekja hana upp með látum. Það má með sanni segi að þetta sé einn frægasti drykkurinn í heiminum í dag.

Ivan Svanur Corvasce barþjónn og eigandi Vínskólans á Spritz setti saman uppskriftina að Espresso Martini eins og hann gerist bestur að hætti Dicks.

Espresso Martini

  • 35 ml vodka
  • 35 ml kaffilíkjör
  • 35 ml espresso
  • Klaki, stóra kubba

Skraut

  • 2-3 kaffibaunir

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja öll hráefnin saman í kokteilhristara.
  2. Fyllum hann alveg upp í topp með klaka og hristið vel í 10 til 15 sekúndur eða þar til kokteilhristarinn er orðinn vel kaldur.
  3. Hellið/streinið þá drykknum í gegnum sigti í kælt martini-glas.
  4. Skreytið með tveim til þremur kaffibaunum, berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert