Bragðmikil og holl karrísúpa fyrir alla

Bragð mikil og holl karrísúpa fyrir alla.
Bragð mikil og holl karrísúpa fyrir alla. Unsplash/Cala

Þegar sumri tekur að halla og haustið læðist inn eru heitar og bragðmiklar súpur kærkomnar. Þær gleðja bæði líkama og sál. Hér erum við með dásamlega uppskrift að karrísúpu sem er bæði bragðmikil og ofur holl. Hægt er að skreyta súpuna þegar hún er borin fram með því sem ykkur finnst gott og upplagt er að bera fram nýbakað súrdeigsbrauð eða brauðbollur með súpunni.

Karrísúpa

Fyrir 8

  • 2 msk. karrí
  • 1 msk. ólífuolía
  • 3-4 laukar, saxaðir
  • 2 blaðlaukar, skornir í sneiðar
  • 2 vorlaukar, skornir í sneiðar
  • 4 dl hrísgrjón
  • 3 l kjúklingasoð
  • 2 dl kókosmjólk
  • 6 sellerístilkar, skornir í þunnar sneiðar
  • 3-4 msk. maizenamjöl
  • salt og pipar eftir smekk

Til skrauts ef vill

  • graskersfræ eftir smekk
  • kókosflögur eftir smekk
  • rautt karrí krydd eftir smekk
  • Rifinn fetakubbur ef vill

Aðferð:

  1. Byrjið á því að láta karríið krauma í ólífuolíu í potti.
  2. Setjið lauka, blaðlauka og vorlauka út í og látið krauma með.
  3. Blandið hrísgrjónunum út í og hrærið á meðan.
  4. Bætið við kjúklingasoði og látið súpuna ná upp suðu og látið malla í 15 til 20 mínútur.
  5. Bætið við sellerí og látið sjóða síðustu 5 til 8 mínúturnar.
  6. Hrærið maizenamjöl út í kalt vatn og jafnaði út í súpuna ef vill.
  7. Bragðbætið með salt og pipar eftir smekk.
  8. Þegar súpan er tilbúin og búið er að smakka hana til, ausið súpu í skálar og skreytið að vild. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert