Þetta salat verður þú að smakka

Þetta undursamlega kúrbítssalat verður þú að smakka.
Þetta undursamlega kúrbítssalat verður þú að smakka. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Hér er á ferðinni létt og öðruvísi salat þar sem kúrbítur er í aðalhlutverkinu, grillaður og undursamlega góður. Þetta er örstutta stund að útbúa þetta salat en þegar búið er að grilla kúrbítinn er lauflétt  skella því saman. Salatið er frábært með grillmat eða bara þegar maður er í stuði fyrir annars konar salat. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir uppskriftarhöfundur hjá Döðlur og smjör á heiðurinn að þessu dásamlega salati sem þú verður að smakka. 

Kúrbítssalat

Fyrir 3 til 4

  • 1 kúrbítur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  • 1 dós maís
  • 1 poki klettasalat
  • 40 g furuhnetur
  • ½ krukka salat ostur

Aðferð:

  1. Kveikið á grillinu.
  2. Byrjið á því að skera kúrbítinn í sneiðar, leggið á bretti og berið olíu á sneiðarnar og kryddið með salt og pipar.
  3. Snúið sneiðunum við og gerið sama á hina hliðina.
  4. Setjið kúrbítinn á grill og grillið í 5 mínútur, snúið þá kúrbítnum og grillið í 5 mínútur á hinni hliðinni.
  5. Takið þá kúrbítinn af grillinu og leggið á bretti og leyfið að kólna lítillega.
  6. Opnið dós af maís og hellið vökvanum frá og ristið furuhneturnar á pönnu og skolið klettasalatið.
  7. Takið til fallegan disk til að setja salatið á.
  8. Dreifið handfylli af klettasalati á diskinn, leggið þá kúrbít yfir og sáldrið baunum og furuhnetum yfir.
  9. Endurtakið þangað til að hráefnin eru öll komin á disk, endið þá á því að dreifa vel af salat osti yfir og gott er að setja svolítið að olíunni með yfir.
  10. Njótið vel. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert