Sælkerar eru iðulega mikið fyrir matarmiklar samlokur og elska að útbúa slíkar samlokur í nestistöskuna. Þessar er hægt að taka með í nesti í vinnuna, skólann eða hreinlega skella sér í lautarferð og njóta. Valgerður Gröndal, alla jafna kölluð Valla, sem heldur úti uppskriftasíðunni Valla Gröndal, notar ýmist ciabatta-brauð eða gott snittubrauð í meðfylgjandi uppskrift og fyllir þær með alls konar áleggi, grænmeti og sósu.
Í þessar matarmiklu og gómsætu samlokur setti Vallabeikon, ferskt salat, tómata, rauðlauk, avókadó og hvítlaukssósu. Það er einnig hægt að nýta afganga, t.d. af grillinu daginn áður, og búa þannig til eitthvað alveg nýtt og girnilegt úr þeim.
Ciabatta-samlokur með grilluðu grísakjöti, beikoni, avókadó og tómötum
Aðferð: