Sjö ára sögu Matarbúrs Kaju að ljúka

Karen Jónsdóttir frumkvöðull og eigandi Kaffihús Kaju á Akranesi hefur …
Karen Jónsdóttir frumkvöðull og eigandi Kaffihús Kaju á Akranesi hefur ákveðið að loka kaffihúsinu og versluninni endanlega og þar með lýkur sögu kaffihússins og Matarbúrs Kaju. mbl.is/Árni Sæberg

Nú fer sjö ára sögu Matarbúrs Kaju og Kaffi Kaju að ljúka, Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, er eigandi verslunarinnar og tók ákvörðun í sumar að loka versluninni sem er til húsa að Stillholti 23 á Akranesi.

Framleiðsla á vörum Kaju mun halda áfram á fullum krafti.

Skellt í lás á fimmtudaginn

„Við höfum stært okkur af því að vera eina lífrænt vottaða kaffihús landsins. Sökum anna í framleiðslu þá sjáum við okkur ekki stætt á að halda opnu lengur svo við skellum í lás klukkan 16.30 næstkomandi fimmtudag. Þangað til fara allar tilboðsvörur á 50% afslátt,“ segir Kaja.

Hún segist vera leið yfir því að þurfa að loka en þetta sé því miður staðan. Aðspurð segir hún ákvörðunina ráðast af því að ekki sé nægileg eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem hún hafi verið að bjóða upp á, á Akranesi, en verslunin einblínir á sölu lífrænnar matvöru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert