Heimsklassa sjávarréttahátíð í Eyjum haldin að öðru sinni

Sjávarréttahátíð MATEY í Vestmannaeyjum verður haldin að öðru sinni í …
Sjávarréttahátíð MATEY í Vestmannaeyjum verður haldin að öðru sinni í september næstkomandi. Hátíðin sló í gegn í fyrra. Samsett mynd

Vestmannaeyjar eru komin á heimskort matgæðinga og öllum er boðið að koma og taka þátt í sjávarréttahátíðinni MATEY. Þetta er hátíð sem enginn sælkeri vill láta fram hjá sér fara. Sjávarréttahátíðin  er haldin í annað skipti að þessu sinni þann 21. - 23. september næstkomandi þar sem heimsþekktir gestakokkar koma á veitingastaði bæjarins og bera fram frábæra sjávarrétti úr staðbundnu hráefni í samstarfi við veitingastaðina, fiskframleiðendur og útgerðir. 

Sló í gegn í fyrra

Sjávarréttahátíðina MATEY var haldin í fyrsta skipti í fyrra í septembermánuði og sló í gegn. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum tóku höndum saman og vöktu athygli á menningararfleifðinni og fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum. Boðið var upp margvíslega töfrandi rétti úr hágæða hráefni úr Eyjum á veitingastöðum bæjarins auk þess sem boðið var upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni. Í ár verður leikurinn endurtekinn og metnaðurinn verður í fyrirrúmi.

Gestakokkar munu mæta á veitingastaði bæjarins og töfra fram kræsingar …
Gestakokkar munu mæta á veitingastaði bæjarins og töfra fram kræsingar úr sjávarfangi úr heimabyggð. Í fyrra kom meðal annars meistarakokkurinn Ron Mckinlay á Einsa Kalda. Ljósmynd/Sjöfn
Kræsingarnar fönguðu bæði auga og munn sem gestakokkarnir töfruðu fram …
Kræsingarnar fönguðu bæði auga og munn sem gestakokkarnir töfruðu fram með heimamönnunum. Ljósmynd/Sjöfn
Nýstárlegir sjávarréttir litu dagsins ljós.
Nýstárlegir sjávarréttir litu dagsins ljós. Ljósmynd/Sjöfn
Sjávarréttahátíðin MATEY er komin til að vera og mikil tilhlökkun …
Sjávarréttahátíðin MATEY er komin til að vera og mikil tilhlökkun eru hjá heimamönnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka